Skírnir - 01.09.1993, Page 238
540
ÁRNI BERGMANN
SKÍRNIR
fjöllum" (5). Og Thorsararnir hafa svosem ekkert á móti skáldskap að
því er best verður séð: tveir þeirra bræðra tóku þátt í að gefa út í heftum
sögu Halldórs Laxness um hinn listræna undanvilling mikillar togaraætt-
ar, Stein Elliða: „svona hefur borgarastéttin alltaf verið hrifin af andríku
niðurrifi á sér“, segir Thor um það mál (46). Thorsarar virðast betur sett-
ir en þýskir góðborgarar aldamótanna sem hneyksluðust á yfirþyrmandi
skáldafargani í sinni góðu borg: „Þurftu þeir endilega að koma frá
Lubeck allir saman - hvað ætli fólk hugsi um okkur í Ríkinu?".4 Öðru
nær: kannski vill ættin einmitt eignast sitt skáld eins og Sturlungar
Snorra? Því ekki það - en mundi sætta sig betur við að það yrði „skáld-
efni ættarinnar", Kristján Albertsson, en ekki „strákurinn hennar Stínu".
Vegna þess að sá gaur, Thor með öðrum orðum, hann hefur afleitar
skoðanir. Ut af því rísa deilur sem að sönnu eru ekki raktar með þeim
rökum sem þá voru uppi höfð, en gefnar til kynna í nokkrum sögulegum
árekstrum. Eins og þegar Richard Thors spyr hvort frændinn ungi muni
ekki síðarmeir sjá eftir þeim bókum sem hann hafði verið að setja saman
(56). Eða þegar voðamaður af vinstri bakka Signu kemur í virðulegan
veislusal á hægribakkanum þar sem haldið er upp á stórafmæli Thors
Thors sendiherra sem hyllir ættjörðina með hjartnæmri ástarjátningu og
skáldið skelfilega svarar og „óvirti sjálft afmælisbarnið með því að mót-
mæla ástarjátningu þess í ímynduðu umboði þjóðarinnar" (71). Þetta
hafa verið skemmtileg ósköp, en ekki er mikið gert úr lífsháska í þeim -
stundum er látið nægja að segja sem svo um þann ágreining sem rís: „Og
þá kom stundum að því að okkur bar ekki saman um hvernig tryggt væri
að heimurinn mætti standa áfram“ (80).
Þetta er íslenskt návígi og fjarlægðin í tímanum mildar það, að við-
bættri sáttfýsi sem vafalaust kemur ýmsum lesendum á óvart. Það sem
Thor vildi sagt hafa um þessi mál kemur einna skýrast fram í tveim
mannlýsingum: Thors Thors, lengst af sendiherra, og Kristjáns Alberts-
sonar. I allri vinsemd en með mildu háði er lýst hinum lágróma og
lúmska háska góðra daga þeirra manna sem fæðast með margfræga silf-
urskeið í munni eða fá hana að sér rétta snemma. Allt er reiðubúið til
mikilla afreka en þau láta standa á sér: „Hann er maðurinn sem er alltaf í
vissum ljóma án þess neitt sjáanlegt hafi áunnizt“ (68) segir um Thor
sendiherra, „prinsinn landlausa“. Ytarlegust og blæbrigðaríkust í bók-
inni er reyndar lýsing Kristjáns Albertssonar sem einsog „lifði alltaf í
skáldskap sem eftir væri að skrifa eða í þeim sem var á mörkunum að
gleymast“ (78). Samræðusnillingur er hann og meistari hrifnigáfunnar og
undireins fúll móralisti en kannski umfram allt sá sem eins og missir af
tilverunni - einmitt vegna þess að hann er í góðu skjóli: „þó mikið gengi
4 Thomas Mann in Selbstzeugnissen und Bilddokumenten. Hamburg 1964, bls.
82.