Skírnir - 01.09.1993, Side 249
SKÍRNIR
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
551
ingi. í víðasta skilningi er um að ræða skýra meðvitund um „raunveru-
legan" tíma og rými í verkum þeirra, eins og fram kemur í „svifmynd-
um“ Þorvalds Skúlasonar, eða ýmsa vélan með „andrúmsloft" eða „veð-
ur“, líkt og í myndum Vestmanneyingsins Sverris Haraldssonar, einnig
ítrekaða áréttingu sjóndeildarhringsins, en hann kemur fyrir í verkum
nær allra strangflatarmálaranna. I þrengsta skilningi gera þessir listamenn
sér mat úr landslaginu nánast eins og það kemur fyrir, fjöllum, mosa,
klettum, í bland við áherslur og stoðir úr strangflatarlist; ég bendi á
verk Svavars Guðnasonar, Nínu Tryggvadóttur, Hafsteins Austmanns,
Eiríks Smith - en listinn er mun lengri.
Það er því nokkuð ljóst að þegar á hólminn var komið auðsýndu
strangflatarmálararnir íslenskri landslagshefð í myndlist mun meiri trún-
að en myndfletinum, og mun meiri en þeir sjálfir og gagnrýnendur þeirra
gerðu sér grein fyrir.
Jóhannes Jóhannesson (f. 1921) var aldrei nema miðlungi sannfærður
um að strangflatarlistin væri sú allsherjarlausn sem ýmsir starfsbræður
hans töldu hana vera. Á sjötta áratugnum notar hann að sönnu reglustik-
aðar línur og einlita fleti í óhlutbundinni myndlist sinni, en fer mjög
frjálslega með hvorttveggja. Línur hans taka iðulega óvænta stefnu og lit-
fletirnir eru sjaldnast njörvaðir niður, heldur léttir og litríkir. Þeir svífa
um í opnu, óræðu rými, taka gjarnan á sig þekkjanlegar myndir og vísa
þá óspart til landslags, gróandans og himintungla. Hér er rétt að hafa í
huga að lengi vel fékkst Jóhannes einnig við gull- og silfursmíði, sem ef-
laust þroskaði með honum næmi fyrir skreytigildi myndlistar.
Ekki er úr vegi að líta á málverk Jóhannesar, „Landnám" (1978-79)
sem stórbrotna sáttargjörð þeirrar afstraktstefnu sem listamaðurinn
gerði sér úr leifum strangflatarlistar og íslenskrar landslagshefðar. Bygg-
ing verksins virðist fylgja hefðbundinni landslagsforskrift; litríkt hauður
myndar forgrunn en himinn og haf renna saman í dimmbláum bak-
grunni. En sá „himinblámi“ sem hér er þaninn yfir tveggja metra striga
er strangt til tekið ekki af þessum heimi, heldur miklu frekar kraftbirting
huglægrar víddar, ávísun á takmarkalausar innri víðáttur, eins og blám-
inn í miðaldamyndum af Guðsmóður eða „alþjóðlegi Kleinbláminn“
hans Yves Kleins.
Forgrunnurinn er sömuleiðis til þess fallinn að beina skynjun skoð-
andans í tvær áttir samtímis. Annars vegar er tæpt á því sem við vitum
um hegðan náttúrunnar, sólhvörfum, hafróti við fjöruborð, ljósbroti í
vatni, samruna frumunga og fræja, landnámi lífsins í árdaga, sem er
sennilega hið eiginlega inntak myndarinnar. Hins vegar er okkur einnig
ætlað að bera skynbragð á það sértæka líkingamál sem listamaðurinn
notar í náttúruskoðun sinni, tæja það sundur og skoða það til hlítar, uns
lögmál þess liggja í augum uppi. Hringformið er einn af föstu liðunum í
verkum Jóhannesar mestallan sjöunda áratuginn, enda margrætt og opið
fyrir umbreytingum. Þetta form notar listamaðurinn oftast nær til að af-