Skírnir - 01.09.1997, Page 13
SKÍRNIR
AUÐNULEYSISHLJÓMKVIÐAN
287
2. Hljómlist reynslunnar; ómur auðnuleysisins
Fyrir mörgum árum gerði ég mér ferð til Waterton í Albertafylki,
við norðurmörk Glacier-þjóðgarðsins, og sat þar í brekku, hátt
uppi í fjöllunum, heilt síðdegi í sól og roki, og hlustaði á espitré.
Eg orti dálítið ljóð um þá upplifun:
Yfir mér gerir vindurinn allt
til að feykja laufinu af espi
trénu, mánuði of snemma. Vonlaust,
vindur, þér tekst það eitt
að semja hljómlist, vaxandi
hljómfegurð auðnuleysisins.
Þá skildi ég ekki mitt eigið ljóð.
Þegar ég var drengur, söng ég hátt, skýrt og - eftir því sem
eldri dömur sögðu - dásamlega. Eg vissi betur, en vitneskjan kom
ekki í veg fyrir ánægjuna (eins og hún gerir sjaldnast), og hljóm-
listin hélt áfram að vera mér greiðasti farvegurinn að dýpstu til-
finningum mínum. Hægt var að lýsa hamingjunni (eða hamingju-
kenndinni, að minnsta kosti) með nótnahálsum, og ómur hins
innra lífs varð heyranlegur þegar táknin voru lesin eða leikin.
Þótt ég yrði aldrei svo leikinn að ég gæti alfarið gert tónlistina að
lifibrauði mínu, var ég nógu leikinn til að þekkja nákvæmlega þær
veilur sem ég gerði í hvert skipti sem ég spilaði. Orfáir hljómlist-
armenn hafa hlotið fullkomnun í vöggugjöf. Kannski Mozart.
Ekki ég.
Á einhvern undarlegan hátt heldur dapurleg vitneskjan um
ófullkomleik minn í hljómlistinni stöðugt áfram að kenna mér
eitt og annað um heilnæmi auðnuleysisins, á hverjum degi. Eins
og Bandaríkin er ég stundum of sljór til að minnast þess, en þá
heyri ég aftur hljóðið í espilaufunum.
3. Pauline Bardal við píanóið
Ég heyrði í fyrsta skipti leikið á píanó í skonsunni á bóndabæn-
um hans Petersons, sem var fimm kílómetrum austan við bæ föð-