Skírnir - 01.09.1997, Side 28
302
BILL HOLM
SKÍRNIR
togar heimsins. Hún var ekki innantóm manneskja og því gat hún
gefið af kærleika sínum og var aldrei leiðinleg, hversu hversdags-
leg sem hún annars var. Þar sem hún bar óbrigðult skynbragð á
fegurð, þótt hún væri ekki leikin í að skapa hana, þá bjó hún yfir
vissri sálarauðgi sem fegraði umhverfi hennar. Og samt var hún
ein af milljónum barna þeirrar menningar er hafði verið tæld, af
ástæðum sem enginn skilur, til að trúa á ómerkilega og mann-
skemmandi hugmynd um hamingjuna og til að vegsama hana
opinberlega á hinn auvirðilegasta og hugsunarlausasta hátt. Þessi
hugmynd um hamingjuna skaut upp hausnum, eins og sjó-
skrímsli, í kjölfar hverrar þeirrar ógæfu þjóðarinnar, er hefði átt
að kenna okkur sitthvað um okkur sjálf, söguna og ástina -
Víetnamstríðsins, kreppunnar, heimsveldisklúðursins í samskipt-
unum við Spán og Filippseyjar í kringum aldamótin, og Borgara-
stríðsins. Whitman, skáld hinnar óbugandi bjartsýni, að því er
menntaskólarnir kenna, lýsir með eftirfarandi hætti andlegu lífi
Bandaríkjanna árið 1870, í dapurlegri ritgerð sinni, Democratic
Vistas:
Ég segi að okkur sé best að horfast einarðlega í augu við samtíð okkar og
samfélag, eins og læknir sem rannsakar alvarlegan sjúkdóm. Óheilindin
undir niðri hafa kannski aldrei verið meiri en í dag og hér í Bandaríkjun-
um. Ósvikin trú virðist vera horfin okkur. Menn trúa ekki einlæglega á
þau grundvallarlögmál sem Ríkin byggjast á, (þrátt fyrir allan sótthita-
gljáann og uppgerðarhrópin), og þeir trúa ekki heldur á sjálft hið mann-
lega eðli. Hvaða rannsakandi auga fær ekki hvarvetna séð í gegnum
grímuna? Sýnin er skelfileg. Við lifum í andrúmslofti hræsninnar út í
gegn. Karlarnir trúa ekki á konurnar, né heldur konurnar á karlana.
Hrokafullur belgingur ríkir í bókmenntunum. Markmið allra bók-
menntapáfanna er að finna eitthvað sem hægt sé að hæðast að. Margar
kirkjur, trúarstefnur o.s.frv., ömurlegustu hugarburðir er ég veit, rýja
trúna inntaki sínu. Samræður eru gamansemin eintóm. Svikull andi, faðir
allra falskra dyggða, hefur þegar getið af sér óteljandi afkvæmi. Næmur
og einlægur maður, sem vinnur á skattstofunni í Washington og þarf að
heimsækja borgirnar í norðri, suðri og vestri með reglubundnu millibili
vegna starfs síns, hefur sagt mér margt um uppgötvanir sínar. Siðspilling
kaupsýslustétta þjóðarinnar er ekki minni en búast mátti við, heldur
óendanlega miklu meiri. Allar greinar og deildir opinberrar þjónustu í
Bandaríkjunum, hjá ríki, sýslum og borgum, að dómskerfinu frátöldu,