Skírnir - 01.09.1997, Page 198
472
ÁRNI DANlEL JÚLÍUSSON
SKÍRNIR
í viðtali í Tímariti Máls og menningar árið 1969 ræddi Sigurð-
ur um að þjóðin hefði ekki kunnað að nýta sér landið. Hún hafi
flutt úr mun hlýrri heimkynnum á slóðir, þar sem sú verk-
menning sem þar tíðkaðist varð tæpast við komið.9 Árið 1974
fékk þessi söguskoðun opinbera viðurkenningu, þegar Sigurður
ritaði um sambúð lands og lýðs í 1100 ár í fyrsta bindi Sögu
Islands. Þar kemur skýrt fram landeyðingarkenning Sigurðar.
Með athugunum á rofabörðum á Rangárvöllum þóttist Sigurður
hafa komist að því að hver Islendingur hefði eytt einum hektara
gróðurlendis með tilvist sinni.10 Þar með hafði hið forna bænda-
samfélag fengið falleinkunn hjá einum áhrifamesta menntamanni
landsins, falleinkunn sem síðan hefur verið látin gilda.
Á sama tíma mokuðu sjómenn upp síldinni (þangað til hún
hvarf vegna ofveiði) og nær allan 8. áratuginn börðust Islendingar
við Breta fyrir útþenslu fiskveiðilögsögunnar. Baráttan var hetju-
leg, Davíð gegn Golíat, og að lokum hafðist sigur. Þar kom að
umhverfis landið var 200 mílna fiskveiðilögsaga þar sem glæsileg-
ur floti skuttogara sigldi um og veiddi þorsk að vild (var það ekki
hægt einhvern tíma?). Var ekki augljóst að einmitt þetta hefðu
menn átt að gera í fátæktinni í gamla daga? Á meðan varð land-
búnaðurinn æ þyngri niðurgreiðslubaggi á skattgreiðendum. Til
var orðin ný tegund þjóðernisstefnu, eins konar fiskveiðiþjóðern-
isstefna.
Hin nýja þjóðernisstefna leit ekki svo á að óvinir þjóðarinnar
væru bara Danir, og kannski alls ekki Danir, heldur staðnað
sveitasamfélagið. Þannig snerist sú þjóðernisstefna sem átti upp-
runa sinn í sveitunum að lokum gegn bændum, þeim var kennt
um ófarirnar, eymdina, niðurlæginguna.
En tíminn líður, og ekkert er eilíft. Eins og gamla sveitaþjóð-
ernisstefnan á sínum tíma má hin nýja útgáfa sætta sig við gagn-
rýni. Islendingar hafa í bráðum 20 ár eða lengur búið við lág-
launakerfi, sem miðað er við að þjóna hagsmunum örfárra sæ-
greifa. Þeir hafa ríkisvaldið, hið sjálfstæða Island í hendi sér.
9 Kristinn E. Andrésson: „Um jarðvísindi og fleira. Rabbað við Sigurð Þórar-
insson.“ Tímarit Máls og menningar 30 (1969), s. 348.
10 Sigurður Þórarinsson: „Sambúð lands og lýðs í 1100 ár.“ Saga Islands 1.
Reykjavík 1974.