Skírnir - 01.09.1997, Síða 236
510
KJARTAN ÁRNASON
SKÍRNIR
leitar að sjálfu sér í orðum sínum, málarinn í litum sínum, tónskáldið í
hljómum sínum, og í hvert sinn sem áfanga er náð í leitinni hefur maður-
inn færst einu skrefi nær uppsprettunni, nær guði.
I ljóðabálknum „Hvirfilbyljum" í Malbikuðum. hjörtum er aðferðum
súrrealista beitt við að fá fram óvæntar tengingar ólíkra hugmynda, flæði
hugmyndanna er ekki rígbundið af venjulegri rökhyggju. Niðurstaðan er
þó ekki kaótísk, veröldinni ekki snúið á haus í einni allsherjarringulreið.
Á þeytingi skáldsins um lönd Vestur-Evrópu er það á höttunum eftir
sjálfu sér, hugurinn beinist heim - ekki til fósturjarðarinnar, heldur
þangað sem allt gerist, heim til uppsprettunnar:
Gæði lífsins eru tveir steinar. Þeir vitja hafsins af sama fögnuði og þú
vitjar brjósta með tveim blómum. Hendur leita guðs og finna guð.
Andartak finna hendur guð. Guð er minni en þú gerir þér grein fyrir.
Hann er punkturinn sem allar línur beinast að. Ópið sem bitnar á
sorg þinni eða gleði. Skelfur með þér andspænis nýrri tilfinningu
handa þinna. Elskar með þér. Veit að ástin er umkomulaus. Betlari
sem aðeins hlotnast molarnir af borðunum. Ég heyri talað um gæði
lífsins en ég skynja ekki gæði lífsins nema í mér sjálfum. Ég skynja
ekki guð vegna þess að ég er guð skapaður í mynd hans. Gæði lífsins
eru tveir steinar. Einhvern daginn kastar múgurinn þessum steinum í
höfuð þér. Þú munt liggja í blóði þínu. Ef til vill hefurðu þá fundið
gæði lífsins. (1961a, 45)
Hér er enn á ferð samtvinnun andlegra og mannfélagslegra þátta manns-
ins, þe. leitin innávið og það upplag mannanna sem snýr útí umhverfið.
En einnig hugmyndin um manninn sem guð, ekki þó drottnara heldur
veru í mynd guðs og líkingu, veru sem ekki óttast guð afþví hún er guð.
Utfrá þessari hugmynd, að maðurinn sé í senn maður og guð, er freist-
andi að túlka ljóðið á þennan veg: einn daginn mun múgurinn, þe. lífið,
kasta gæðum sínum, sem eru tveir steinar, í höfuð þér. Steinarnir eru
annarsvegar „guð í alheimsgeimi", hinsvegar „guð í sjálfum þér“ - líktog
amman á Sandi hefur eftilvill kveðið við skáldið sitt - og það rennur upp
fyrir þér nýr sannleikur. Þú liggur eftir í blóði þínu, þe. þú deyrð í þeirri
mynd sem þú hefur þá, en fæðist til annarrar vissu, sem eftilvill eru hin
sönnu gæði lífsins, vissunnar um að guð er ekki aðeins hjá þér, hann er
þú, og þú ert hann.
Guð kemur einnig nokkuð við sögu í Nýju laufi, nýju myrkri (1967),
og á annan hátt en áður. Almættið í ljóðum bókarinnar er nálægara og
meira áhrifavald í daglegu lífi en skáldið hafði sýnt í ljóðum sínum fram
að því, hinn hugmyndafræðilegi guð víkur fyrir æ sterkari vitund um
annan raunverulegan. Eftilvill varð einveran í katólsku andrúmslofti
Spánar, þarsem bókin var ort, fjarri konu og barni, til þess að leiða dulda
skynjun fram úr hugarfylgsnum skáldsins. Það vottar jafnvel fyrir því að