Skírnir - 01.09.1997, Síða 239
SKÍRNIR
STAÐUR X í TILVERUNNI
513
myrkri, heldur ekki hinn sem veitir okkur hvíld. Þessi hefur allt annað
yfirbragð, er líkastur félaga og vini, og fylgir okkur inní ný lönd tilver-
unnar. „Þeir tveir“ örmagnast ekki, en halda áfram þótt ákvörðunarstað-
urinn sé óviss, kannski myrkrið þarsem engill bernskunnar svífur yfir
fjöllunum, þarsem er „marmari kyrrðar og rödd gleymsku, / dauft skin
tungls, / blaktandi stjarna. // Blekking sem ekki er blekking“ (1985, 14).
Af þessu að dæma er dauðinn ekki ógn, ekki fremur en veturinn þótt oft
sé hann kaldur. Það er engu líkara en dauðinn hafi á sér mynd guðs.
Líktog guð er hann ekki endalok vegferðar, heldur ekki upphaf hennar,
hann er sjálf vegferðin, og lífið aðeins áfangi á þeirri leið.
En í þrengri skilningi er allt sem við snertum vissulega dauðans:
sagan, varðan á fjallinu, dys orðanna, vængjatak himbrimans, allt sem
verður snert með skynfærunum - efnið og birting þess í efnisheiminum,
allt er undirselt hrörnun og dauða. En „vilji okkar“ er óháður efninu:
hann hverfur á vit nýrra veralda þegar efninu sleppir, þegar „dauðinn“ -
eða guð - leysir hann úr viðjum þess. Viðhorfið til dauðans er breytt.
Hann er ekki lengur fjarlægur möguleiki og nokkuð sem hendir aðra,
líktog hálfþrítugt skáldið yrkir um í „Nýju ljóði um dauðann" (1965,
30), heldur lögmál sem ekki verður undan vikist - lífið sjálft í öllum sín-
um margbreytileika er lögmál sem ekki verður undan komist.
Með breyttri afstöðu til lífs og dauða er jafnframt orðin breyting á
skáldskap Jóhanns Hjálmarssonar: Ijóðin verða hnitmiðaðri, orðunum
fækkar, stíllinn er á stundum knappur. Spyrja má hvort breytt afstaða til
dauðans hafi breytt sýn skáldsins á lífið eða öfugt, hvort tíminn sé hér að
leika sínar ólíkindakúnstir, og hafi nú skilið skáldið óforvarandis eftir
ríkara af lífsreynslu, hvort skáldskapurinn hafi fært skáldið nær hinu
endanlega takmarki: nær sjálfu sér, nær guði. Hvort skáldskapurinn hafi
breytt skáldinu eða skáldið skáldskapnum.
Hér hefur einkum verið sýnt hvernig guðsvitundin birtist með bein-
um hætti í ljóðum Jóhanns. En það er ekki síður athyglisvert hvernig
guðleg vitund kemur ekki fram í ljóðunum - en er þar þó samt; er þar
samt vegna nálægðar sem torvelt er að gera grein fyrir í orðum eða sýna
fram á með dæmum, vegna þess að það sem sýna skal liggur einfaldlega
ekki í orðunum, jafnvel ekki myndum ljóðanna nema afar óbeint; tilfinn-
ingin um „guðdóm" byggir á huglægu mati lesandans og sambandi við
ljóðið eða hugmyndum hans um guð.
Þessa vandhöndlanlegu mynd guðsvitundarinnar í ljóðum Jóhanns,
hef ég valið að kalla hinn kosmíska tón. Ekki kosmískan vegna þess að
ljóðin vísi í þekktar og óþekktar stærðir efnislegs himingeims, heldur
vegna þeirrar tilfinningar sem ljóðið vekur með lesandanum um „eitt-
hvað stórt“ að baki tilverunni, náttúrunni, hugsunum okkar og athöfn-
um. Óumræðilegar stærðir sem ómögulegt er að hafa yfirsýn yfir, enda
sjáum við ekki nema ofurlítið brotabrot af þeim í senn, og fyrir mennina,
jafnvel skáldin, er illmögulegt að færa þessar óræðu stærðir í orð einmitt