Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 44

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 44
Studia theologica islandica hafasé konunginn, Drottinn allsherjar“. (Jes. 6:5). íhugun guðdómsins verður síður til þess að vekja upp úr djúpi sakbitinnar sálar spurninguna um synd og náð, fremur lýsa menn trausti á hina algóðu og rétdátu forsjón sem með einum eða öðrum hætti er talin búa að baki allri tílverunni. Fyrir mörgum er sú forsjón ópersónulegt afl sem eðli sínu samkvæmt gerir ekki tilkall til trúar- andsvars en er þó engu að síður talin vera siðferðislega skuldbindandi um góða og rétta breytni. Þá er að því að hyggja að þessi ópersónugerða forsjónartrú getur sem best farið saman við þá guðshugmynd, sem tengist spurningunni um tilgang og merkingu lífsins. Alls voru það 40% svarenda er merktu við svarið: „Guð hlýtur að vera til, annars hefði lífíð engan tilgang“, ýmist eitt sér eða með öðrum. Samkvæmt forsjónartrúnni lýtur tilveran rökum hins góða afls og það er þetta afl sem gefur lífinu merkingu og tilgang. A það skal bent að andhverfu þessarar guðstrúar er ekki nauðsynlega best lýst sem guðleysi, miklu fremur sem tóm- hyggju. Margur nútímamaður spyr ekki hvar eða hvort hann geti fundið náðugan guð. Hann spyr um tilgang lífsins andspænis því tilgangsleysi tóm- hyggjunnar sem honum virðist víða blasa við í ruglaðri, rótíausri og óöruggri veröld. Vert er að gefa að því sérstakan gaum hversu guðshugmynd manna tengist náið spurn þeirra og leit að tilgangi og merkingu tilverunnar. Þetta er það atriði sem setur hvað sterkastan svip á guðstrú þeirra sem þátt tóku í könnun- inni. Oft á þessi trú samleið með trú á kærleiksríkan guð og þegar svo er virðist eðlilegt að skoða hana sem kristna guðshugmynd. Trú á guð föður, skapara himins og jarðar felur í sér að kristnum skilningi að öll rök tilverunnar og jafnframt tilgang og merkingu hennar sé að finna í veru og eðli guðdómsins. En sú guðstrú, er tjáir sig í spurn um tilgang, kemur einnig skýrlega fram án vitnisburðar um trú á kærleiksríkan guð eða persónulegt samfélag við guð. Fyrr í þessu máli, þar sem gerð var flokkun á guðshugmyndum, taldist svo til að um fjórðungur þeirra sem játa trú á guð fylli þennan flokk, til aðgreiningar frá þeim sem játa trú á kærleiksríkan guð. Sé þetta mál skoðað í víðara viðfangi sýnist vera ljóst að spurningar og svör um tilgang lífsins geti verið og séu reyndar oft af öðrum toga en trúarlegum. Gera verður greinarmun á mannhverfri, húmanistískri markhyggju og trúarlegri eða guðmiðlægri markhyggju. Tilvistarstefnan er dæmi um mark- hyggju sem kennir að þann eina tilgang í lífinu sé að finna sem maðurinn með eigin ákvörðun og líferni velur að gefa því. Þá eru og tíl tómhyggjumenn sem aðhyllast markleysishyggju og segja með öðrum orðum að alls engan tilgang sé um að ræða. I þriðja lagi má nefna húmanistíska markhyggjumenn sem hafa fyrir satt að til sé einhver tilgangur með lífmu, regla eða lífslögmál sem best verði lýst með þeim orðum að lífið hafi tilgang í sjálfu sér. I þessu efni styðjist maðurinn við eigið hyggjuvit og reynslu en enga yfirnáttúrulega eða guðlega opinberun. Þeir sem aðhyllast trúarlega markhyggju líta hins vegar svo á að það sé ekki á mannsins valdi að þekkja hinstu rök og tilgang lífsins. Aðeins fyrir 42
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.