Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 15

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 15
Sérkenni kristindómsins Inngangur 1. Hvaðþýðir orðið „sérkenni”? í upphafi þessa máls verður að gera sér ljóst, við hvað muni vera átt með orðinu „sérkenni”. Tvennt virðist í fljótu bragði geta komið til greina: a) að orðið tákni það, sem sérstaklega greinir einn hlut frá öðrum, í þessu tilfelli, kristindóminn frá öðrum trúarbrögðum; b) að orðið tákni h.u.b. það sama og einkenni, þ.e.a.s. það, sem lýsir eðli einhvers hlutar og gerir hann að því sem hann er, hér því; alhliða lýsing þeirra atriða, sem mynda innihald kristindómsins. Hvort tveggja virðist hafa við nokkur rök að styðjast. í almennri málvenju mun vera greint milli e/nkennis og íérkennis, þannig að áhersla er lögð á forskeytið, og mættí því virðast, að sá skilningur væri réttari. Á móti því mælir aftur: að með því yrði verkefnið, sem hér um ræðir, aðallega fólgið í samanburði kristindómsins við önnur trúarbrögð, sem leiddi í ljós, hvað kristindómurinn hefur öðruvísi en og umfram önnur trúarbrögð. Það krefðist aftur þekkingar í almennri trúarbragðasögu og samanburðartrúarbragðafræði, sem hlýtur að vera aukaatriði en ekki aðalatriði í þeirri samkeppni, sem er tilefni þessarar ritgerðar. Hér verður því hneigst að hinum síðarnefnda skilningi orðsins „sérkenni”, en þó höfð hliðsjón af hinum fyrrnefnda, þar sem ástæða þykir tíl. Verður þannig í eftirfarandi máli lýst þeim atriðum, sem mynda innihald kristindómsins, með sérstöku tilliti til þess, sem hann hefur gagnstætt við eða umfram önnur trúarbrögð, þar sem rannsóknin gefur tilefni til þess. 2. Skilgreining orðsins „kristindómur” Kristindómurinn er trúarbrögð, sem eiga sögulegan uppruna sinn frá Jesú Kristi. Eins og flest hin stærri trúarbrögð, er hann sprottinn upp af sérstakri opinberun, sem fengist hefur fyrir sögulega persónu. Slíkt hið sama gildir um Búddhatrú (Búddha), Múhameðstrú eða íslam (Múhameð), trúarbrögð Persa (Zaraþústra) og að nokkru leyti um trúar- brögð Kínverja, (Kung-fu-tse, Lao-tse). Sú persóna, sem opinberun kristindómsins er runnin frá er Jesús Kristur. Kristindómurinn er því trú Jesú Krists, í tvöfaldri merkingu: bæði sú trú, sem birtist í kenningu hans, lífí hans og dauða, og sú trú, sem fylgjendur hans hafa játað á opinberun hans og hann sjálfan. 3. íhverju eru þá sérkenni kristindómsins fólgin? Opinberunin, sem Jesús flutti, var fólgin í tvennu: í orðum hans og lífi hans. í orðum hans fólst ný þekking, samfara hvatningum og ávítunum. Hann lagði áherslu á að lærisveinar sínir og áheyrendur skildu orð sín (Mk. 8,17, Mt. 13,23. o.v.). En jafnframt skírskotaði hann til vilja þeirra og hvatti þá til réttrar breytni að vilja Guðs, (Mt. 7,21. o.v.). Hann flutti þannig nýjar siðgœðishugsjónir inn í heiminn. Þó verður þetta tvennt tæplega greint sundur í kenningu hans, því að hjá honum rennur þekking n
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.