Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 15
Sérkenni kristindómsins
Inngangur
1. Hvaðþýðir orðið „sérkenni”?
í upphafi þessa máls verður að gera sér ljóst, við hvað muni vera átt með
orðinu „sérkenni”. Tvennt virðist í fljótu bragði geta komið til greina: a)
að orðið tákni það, sem sérstaklega greinir einn hlut frá öðrum, í þessu
tilfelli, kristindóminn frá öðrum trúarbrögðum; b) að orðið tákni h.u.b.
það sama og einkenni, þ.e.a.s. það, sem lýsir eðli einhvers hlutar og gerir
hann að því sem hann er, hér því; alhliða lýsing þeirra atriða, sem mynda
innihald kristindómsins. Hvort tveggja virðist hafa við nokkur rök að
styðjast. í almennri málvenju mun vera greint milli e/nkennis og
íérkennis, þannig að áhersla er lögð á forskeytið, og mættí því virðast, að
sá skilningur væri réttari. Á móti því mælir aftur: að með því yrði
verkefnið, sem hér um ræðir, aðallega fólgið í samanburði kristindómsins
við önnur trúarbrögð, sem leiddi í ljós, hvað kristindómurinn hefur
öðruvísi en og umfram önnur trúarbrögð. Það krefðist aftur þekkingar í
almennri trúarbragðasögu og samanburðartrúarbragðafræði, sem hlýtur
að vera aukaatriði en ekki aðalatriði í þeirri samkeppni, sem er tilefni
þessarar ritgerðar. Hér verður því hneigst að hinum síðarnefnda skilningi
orðsins „sérkenni”, en þó höfð hliðsjón af hinum fyrrnefnda, þar sem
ástæða þykir tíl. Verður þannig í eftirfarandi máli lýst þeim atriðum, sem
mynda innihald kristindómsins, með sérstöku tilliti til þess, sem hann
hefur gagnstætt við eða umfram önnur trúarbrögð, þar sem rannsóknin
gefur tilefni til þess.
2. Skilgreining orðsins „kristindómur”
Kristindómurinn er trúarbrögð, sem eiga sögulegan uppruna sinn frá Jesú
Kristi. Eins og flest hin stærri trúarbrögð, er hann sprottinn upp af
sérstakri opinberun, sem fengist hefur fyrir sögulega persónu. Slíkt hið
sama gildir um Búddhatrú (Búddha), Múhameðstrú eða íslam
(Múhameð), trúarbrögð Persa (Zaraþústra) og að nokkru leyti um trúar-
brögð Kínverja, (Kung-fu-tse, Lao-tse). Sú persóna, sem opinberun
kristindómsins er runnin frá er Jesús Kristur. Kristindómurinn er því trú
Jesú Krists, í tvöfaldri merkingu: bæði sú trú, sem birtist í kenningu hans,
lífí hans og dauða, og sú trú, sem fylgjendur hans hafa játað á opinberun
hans og hann sjálfan.
3. íhverju eru þá sérkenni kristindómsins fólgin?
Opinberunin, sem Jesús flutti, var fólgin í tvennu: í orðum hans og lífi
hans. í orðum hans fólst ný þekking, samfara hvatningum og ávítunum.
Hann lagði áherslu á að lærisveinar sínir og áheyrendur skildu orð sín
(Mk. 8,17, Mt. 13,23. o.v.). En jafnframt skírskotaði hann til vilja þeirra
og hvatti þá til réttrar breytni að vilja Guðs, (Mt. 7,21. o.v.). Hann flutti
þannig nýjar siðgœðishugsjónir inn í heiminn. Þó verður þetta tvennt
tæplega greint sundur í kenningu hans, því að hjá honum rennur þekking
n