Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 22

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 22
Bjöm Magnússon guðspjall 11,27 og hliðst. en auk þess er það í líkingaummælum, sem skilin eru svo, að þau eigi við hann sjálfan (Mk. 12,6. og hliðst. og Mt. 22,2), og auk þess koma til greina nokkrar frásögur, þar sem orðið er notað um hann: skímarsagan, freistingarsagan, sagan um ummyndunina á fjallinu og frásagan um yfirheyrsluna fyrir æðsta prestinum. Af öllu þessu er ljóst, að Jesús taldi sig vera son Guðs, í einhverri merkingu. Orðið má annars finna bæði í Gamla testamentinu, þar sem það hefur þrenns konar merkingu: engill (Gen. 6,2,), ísraelsþjóðin (Hós. 11,1), og útvalinn einstaklingur þjóðarinnar, svo sem konungur, dómari (Sálm. 2,7), og auk þess mátti finna það í ritum annarra þjóða, þar sem það táknaði oft sama sem hálfguð, hetja (hero). Af þessum eldri merkingum orðsins kemst sú eflaust næst skilningi Jesú, að það merki konung ísraelsþjóðarinnar, útvalinn af Guði. Það yrði þá Messíarheiti í munni Jesú. Þó er dregið í efa, að sú merking sé hin upprunalega hjá Jesú, heldur sé það fyrst og fremst sonarvitundin, sem eigi dýpstar rætur í sjálfsvitund hans (Moffatt, bls. 111 og 132) „Engar hliðstæður úr heiðnum skoðunum koma að minnsta gagni til að skýra þetta. Skilningur Hellena, til dæmis, á faðerni Guðs, er ekki runninn af siðferðilegum, heldur af heimspekilegum rótum. Ekki er heldur hægt að finna neina hliðstæðu í trúarsögu Gamla testamentisins. Hin ótjáanlega meðvitund Jesú um sonarlega einingu við hinn eilífa er nýtt fyrirbrigði í heiminum” (Mack. J.Chr. bls. 26). Þetta kemur ljósast fram ef skírnarfrásagan er athuguð. Þar virðist Jesús fyrst hafa orðið fyllilega meðvitandi um einstæða köllun sína. „Þú ert sonur minn, á þér hef ég velþóknun,” er yfirlýsingin, sem honum vitrast þá. Honum verður ljóst, að hann er sérstaklega útvalinn af Guði, og að hann stendur í alveg sérstaklega nánu sambandi við hann. Hvort honum hefur þá þegar orðið ljós Messíasarköllun sín, og hvort honum hefur fyrst við þetta tækifæri birst hið sérstaka samband hans við himneska föðurinn, er erfitt að fullyrða um. Það eitt virðist mega vita með fullri vissu, að fyrr en það gerir hann ekki tilkall til að vera Messías og að upp frá því er hann sannfærður um einstætt samband sitt við föðurinn. Að hann hafi grunað um það samband fyrr, gæti sagan um hann tólf ára í musterinu bent á, ef henni má treysta, og að Messíasarvitundin hafi vaknað þegar eftir skímina virðist freistingarsagan ótvírætt benda til (3. freistingin, Mt. 4,8n). Aðalatriðið í guðssonarvitund Jesú er þó ekki það að hann væri Messías, heldur hið einstæða samband hans við himneska föðurinn, sem táknað er með sonarheitinu. Hann var sjálfur hinn fullkomni guðssonur (sbr. Mt. 5,45.48). „Þegar á allt er litið er ekki messíasarhugmyndin aðalatriðið, heldur aðeins það, hvort Jesús hafði vitund um guðlega sendingu sína til að koma á sæluástandi guðssamfélagsins. Að hann hafi haft þessa sjálfsvitund verður ekki dregið í efa” (Wendt, bls. 276). „Hann veit, að hann þekkir föðurinn, á að flytja öllum þá þekkingu og að með því er hann að vinna verk Guðs ” (Harnack, Krd. bls. 99). 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.