Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 29
Sérkenni kristindómsins
Af hugmyndum, sem ekki snertu sérstaka atburði úr lífi Jesú, líkt og
þær, sem nú hefur verið rætt um, ber einkum að geta þeirra fræðilegu
skoðana á Kristi, sem birtast í Hebreabréfinu. Ber þar mest á hug-
myndinni um Krist sem æðsta prest, er beri fram fórn fyrir syndir
mannanna. Þykir þar gæta greinilegra áhrifa frá Alexandríuheimspekinni,
einkum ritum Fílós um Logos sem hinn himneska æðsta prest. Fórn
Krists er fólgin í dauða hans, í blóði hans. Það er friðþægingarblóð, en
einnig sáttmálablóð, til staðfestingar hinum nýja sáttmála Guðs við
mennina, og ádreifingarblóð, sem hreinsar af allri synd. Bréfið leggur
mikla áherslu á himneska dýrð Jesú, sonarins, sem Guð „setti erfingja
allra hluta, og hann líka hefur gjört heimana fyrir. Hann, sem er ljómi
dýrðar hans og ímynd veru hans, ... hann settist, er hann hafði hreinsun
gjört syndanna, til hægri handar hátigninni á hæðum” (l,2n). En þrátt
fyrir það heldur það skýlaust fram mannlegu eðli Jesú í jarðlífinu. „Þótt
hann sonur væri, lærði hann hlýðni af því, sem hann leið” (5,8).
í hirðisbréfunum er talað um Krist sem hinn eina meðalgangara milli
Guðs og manna, sem frelsara, sem afmáði dauðann, en leiddi í ljós líf og
óforgengileika með fagnaðarerindinu (II.Tím. 1,10).
4. Kenning Jóhannesarritanna um Krist
Það sést brátt, þegar litið er í Jóhannesarritin, að þar blasir við allt önnur
mynd af Jesú en sú, sem mætir manni í samstofna guðspjöllunum eða hjá
Páli. Þótt guðspjallið sé skráð um hið jarðneska líf Jesú, gætir þar miklu
meira hugmyndanna um hinn dýrðlega, upphafna guðsson, sem er fjarri
mönnunum og misskilinn af þeim. Jóhannes ræðir um Krist sem soninn,
guðssoninn eða guðssoninn eingetna (:einkason Guðs), sem Guð sendi í
heiminn, ekki til að dæma heiminn, heldur til þess að heimurinn skyldi
frelsast fyrir hann. Hann er ljós heimsins, sem heimurinn meðtók ekki.
Hann er brauð lífsins, vegurinn, sannleikurinn og lífið. Hann er hið lif-
andi vatn. Hann er orðið, Logos, hin guðlega vera, sem var í upphafi hjá
Guði, og allir hlutir eru gerðir fyrir. Það er einkennandi fyrir
Jóhannesarguðspjall, að það talar um hvað Jesús sé, meira en hvað hann
hafi gert eða flutt. Á því sést glöggt, að boðskapurinn er ekki lengur, eins
og í hinum guðspjöllunum, boðskapur Krists, heldur boðskapurinn um
Krist. Að vísu talar guðspjallið um verk Krists, en þá sem undur, er
heimurinn skildi ekki. Og öll fá þau táknræna merkingu, til að sýna, hver
hann sé. Og öll þessi heiti, öll þessi áhersla á það, hver hann sé, miða að
því að sýna hann sem hina guðlegu opinberun. Hann er orðið, hin guðlega
tjáning, holdi klædd. Sá, sem hefur séð hann, hefur séð föðurinn. „Ég og
faðirinn eru eitt” (10,30). Og: „Eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér,
eiga þeir einnig að vera í okkur ” (17,21). Hér kemur kristsmýstíkin enn
ljósar fram en hjá Páli. Og um sambandið við himneska föðurinn eru
skoðanirnar miklu ákveðnari. Hinir mannlegu drættir í kristmyndinni
hverfa næstum fyrir hinum guðlegu. „Orðið var Guð” (1,15, theós án
27