Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 32
Bjöm Magnússon
sonur Guðs o.s.frv., hafi verið alþekkt áður í grísk-rómverska heiminum.
En hið sérkennilega einkenni kristindómsins gagnvart öllum þessum
samsteyputrúarbrögðum var það, að hann byggði á sögulegum grundvelli,
og notaði þessi heiti um ákveðna, sögulega persónu.
En það var þó ekki frá þessum trúarbrögðum samtíðar sinnar, sem
hinn verðandi kristindómur var fyrir mestum áhrifum, heldur frá hinni
grísku heimspeki. í kristfræðinni koma þau áhrif fram í logosar-
kenningunni. Ekki þó svo að skilja, að kristnin hafi tekið upp óbreyttar
hugsmíðar hinnar grísku logosarheimspeki, en þannig, að hún hafði áhrif
á það form, sem kristfræðin mótaðist í.
Svo er að sjá, sem fyrstu kristnu söfnuðirnir eftir daga postulanna,
postullegu feðurnir, hafi hugsað sér Krist sem birtingu Guðs meðal
mannanna, án þess að gera sér nánari grein fyrir, hver sá háttur birtingar
hans væri (Naiver Modalismus). Það voru fyrst trúverjendurnir
(apologetes), sem komu fram með skýra logoskenningu. Þeir telja Logos
son Guðs, guðlegs eðlis, en þó aðgreindan frá föðurnum, fyrsta verk
förðurins. Sem „logos spermatikos“ hefur hann verið með í öllu, sem
fram hefur komið af sannri opinberun í heiminum. Hið mannlega hverfur
þegar í skuggann. „Menn verða að hugsa sér Jesú sem Guð, 1) af því, að
hann er sá af Guði upphafni drottinn og dómari, 2) af því, að hann hefur
fært þekkinguna og lífið og leitt mennina út úr veldi illra anda, villu og
synd, og mun leiða þá. Þannig er hann sóter, kyrios, theos, hemon, theos
mou, dei filius ac deus, dominus ac deus, en ekki hó theos” (Harnack:
Dogmengesch. bls. 43).
Þessi stefna leiðir til öfgakenninga, sem gera að engu hina sögulegu
persónu Jesú. Dóketisminn hélt því fram, að Kristur hefði aldrei verið í
holdi, heldur hefði hann aðeins birst sem svipur. Einveldiskenningin
(Monarcianar) hélt fram alveldi Guðs í starfi Krists. Hún greindist í
tvennt. Ættleiðingarkenningin (adoptionismus) sér í Kristi mann búinn
sérstökum guðlegum krafti (dynamis, dynamistar), sem sendur sé til
framkvæmdar hjálpræðisverksins, og síðan hafinn upp til guðlegrar
dýrðar. Háttkenningin (modalismus) telur Krist hafa verið aðeins einn
hátt (modus) Guðs að birtast á jörðunni. Það hafi verið faðirinn sjálfur,
sem þjáðist og dó í Kristi (patripassianismus).
Þessar stefnur urðu allar að víkja fyrir logoskenningunni, sem studdist
við upphaf Jóhannesarguðspjalls um holdtekju Logosar. En það er fyrst
Alexandríuguðfræðin og Orígenes, sem setja hana í fast kerfi. Hann
heldur fram eilífum getnaði Logosar. Logos er Guði undirgefmn, hann er
sérstök vera (oúsía, substantia) og persóna (hypostasis). Hann er annar
Guð (deuterostheos). Þannig gufar hið sögulega upp. í þessum kenningum
Órígenesar kennir mótsagna, sem síðan verða undirrót hinna miklu
kristfræðilegu deilna 4. aldarinnar, sem kenndar eru við Aríus.
Aðalsetningar Aríusar, sem urðu upphaf þessarar deilu, voru þessar: 1)
Logos er annars eðlis og ólíkur að öllu veru föðurins; 2) sonurinn hefur
upphaf, en faðirinn er án upphafs; 3) það var, að hann var ekki, og áður
en hann var getinn, var hann ekki. Hér verða ekki rakin einstök atriði
30