Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 36

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 36
Bjöm Magnússon í hinum kristfræðilegu hugtökum eru þessar tilfinningar lokaðar inni í harðri skel andskynsamlegrar rökleikni. Það stafar af því, að menn hafa viljað skýra það með skynsamlegum rökum, sem í eðli sínu var ofan skynsemi manna. En þessi lifandi kjarni er þar, og fyrir þeim, sem leituðust við að tjá hið ósegjanlega, var hann lifandi sannfæring, hið helga málefni hjartans. Og ekkert sannar betur sígildi þeirra áhrifa, sem frá Kristi stafa til mannanna, en það, að í hvaða formi sem hugsanalíf mann- anna hefur birst, hvaða kerfi, sem mennirnir gerðu sér um lífsskoðun sína, þá hefur mynd hans alltaf leitað sér útrásar í tjáningu, misjafnlega skýrri að vísu, og litaðri af blæ þess hugsanaheims, sem hún birtist í. Og það sýnir einmitt, hve hið mannlega er náið samtvinnað hinu guðlega, hversu allir finna skyldleikann við sig jafnhliða hinu heilaga, að hinar ólíkustu stefnur hafa fundið í honum fullkomnun hugsjónar sinnar (sbr. Mack. J.Chr. bls. 10). En eins og það verður ljóst af sögulegri athugun kristfræðinnar, að hið heilaga, guðlega, knýr fram tilfinningu manns fyrir tign hans og valdi, eins verður hitt jafnljóst, að hinir mannlegu þættir hverfa alltaf meir í skuggann, eftir því sem menn fjarlægjast meir hinn sögulega Jesú, en skýrast á ný, eftir því sem skilningur manna á lífi hans og starfi eykst. Þetta bendir til þess, að dl þess að myndin verði ekki einhliða, er nauðsyn að halda sér við hina sögulegu staðreynd: Jesú frá Nasaret. Þetta þýðir ekki hið sama og að draga úr guðdómi hans. Því eins og á var bent, er hvergi frumlegri tilfinningin fyrir hinu heilaga en í elstu heimildunum. En það forðar frá ófrjóum heilabrotum um yfirskilvitlega hluti, sem í sjálfu eðli sínu eru dæmd tíl að verða að engu (Sbr. Lúther og Schleier- macher) Það leiðir af framansögðu, að hér verður ekki gerð nein tilraun til að greina milli hins „sanna” og „ósanna” í hinum kristfræðilegu kenningum. Það er reynslan, sem gerir þann aðskilnað. Og í eðli sínu eru ýmis af hinum kristfræðilegu deiluatriðum utan sviðs hins trúarlega, líffræðilegs eða heimspekilegs eðlis (meyjarfæðing, líkamleg upprisa og himnaför, eitt eða tvö eðli og viljar o.s.frv., sbr. Aulén bls. 218). Hið sígilda innihald er það, sem trúin fínnur: Að í Kristí hefur Guð birst mönnunum á einstæðan hátt, og sýnt með því bæði möguleika mannlegs eðlis og návist Guðs, sem hins heilaga kærleika starfandi í manninum. Gagnvart þessari einstæðu staðreynd er allt annað aukaatriði. Það er þetta sama, sem birtist í fyrstu játningu Péturs: „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs”. I honum rætist jafnt hið æðsta hugboð mannanna um guðlega opinberun, og birtist þeim í göfgastri fullkomnun þeir möguleikar, sem með mönnunum búa. Ekki þannig að Guð birtíst oss allur í Kristí, heldur þannig, að hann birtíst hvergi í mótsögn við það, sem birtist í Kristi. Og ekki heldur þannig, að Kristur hafi sýnt oss alla þætti mannlegra hæfileika, heldur þannig, að allt hið sannbesta í mönnunum hlýtur jafnan að verða í samræmi við hann. Það er á þessum leiðum, sem best verður skilið hið einstæða, sem fólgið er í staðreyndinni: Jesús Kristur. Þeir, sem fyrir trú sína og 34
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.