Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 47
Sérkenni kristindómsins
sérstaka kristna opinberun er líf og kenning Jesú, og líf og kenning þeirra
lærisveina hans, sem hafa látið anda hans verka sem hreinast í gegnum
sig.
I stystu máli er inntak hinnar kristnu guðshugmyndar þetta: Guð er
kærleikur (I. Jóh. 4,8). Hinn heilagi, sem vér finnum vott um í sögu
þjóðanna og í eigin brjósti, er, samkvæmt hinni kristnu opinberun,
faðirinn kærleiksríki, sem lætur sér annt um hvert barn sitt. Kærleikur er
ekki einn af eiginleikum hans, heldur sjálf vera hans, (sbr. Aulén, bls.
124, Haering, Dogm. bls. 345n). Þegar vér segjum, að Guð sé kærleikur,
þá er það aðeins tilraun vor til að túlka á máli voru það, sem í raun og
veru er ósegjanlegt. Eðli kærleikans er að gefa sjálfan sig, tjá sjálfan sig.
Þess vegna verðum vér hluttakar opinberunar hins heilaga, að hann er
heilagur kærleikur. Og eftir því, sem vér komumst nær því að þekkja
hinn heilaga kærleika, því ljósara verður fyrir oss, hversu óendanlega
langt vér erum frá honum enn. „Að þekkja hinn opinberaða Guð er
einmitt að standa andspænis hinu hulda og órannsakanlega: undur hins
guðdómlega kærleika vex því meir sem augu trúarinnar virða hann fyrir
sér” (Aulén, bls. 130). Hér er þverstæða trúarinnar: Hinn heilagi,
mysterium tremendum, er einnig hinn kærleiksríki, persónulegi faðir,
fascinosum. „í honum lifum, hrærumst og erum vér”. Öll tilraun vor til
að túlka fyrir oss eðli hans eða eiginleika verður að skoðast í ljósi þessara
tveggja höfuðeinkunna: heilagur kærleiki.
I þeim felst bæði persónueðli Guðs og algjörleiki, transcendens hans og
immanens. Þetta tvennt, svo mjög sem það virðist stríða hvað gegn öðru,
verður aldrei aðskilið að meinalausu í kristilegri guðshugmynd. í því
birtist einmitt það, sem gerir Guð að Guði en ekki mannlegri hugarsmíð,
að hann er meiri en hjarta vort, meiri en hugsun vor, og verður aldrei
þekktur af oss, nema að því leyti sem hann birtist oss í líkingum
mannlegra takmarkana.
Eigi nú í stuttu máli að gera þess grein, hvað fólgið er í hinni kristnu
guðshugmynd, eins og hún verður bundin í orð, þá má gera það á þessa
leið: „Guð er persónulegur, alfullkominn andi, skapari, viðhaldari og
stjórnari alheimsins, sem í Jesú Kristi og fyrir áhrif anda síns hefur
opinberað mönnunum föðurlega eðliseinkunn sína, og markmið það, er
hann stefnir að” (S.P. Sívertsen, sbr. Brown, Theology, bls. 98n. og Ró.
11,36). Að Guð er persónulegur táknar hér að vér getum nálgast hann
sem vitandi, viljandi veru, sem lætur sér annt um oss hvert og eitt, og að í
honum sjáum vér hinn heilsteypta persónuleik, sem vér finnum aðeins
óljósan forsmekk af í hinum göfgustu mönnum. Algjörleiki hans er
þannig fullkomnun persónuleikans, en ekki neitun hans. Hann er orsök
allrar verðandi, og á ekki neitt upphaf utan sjálfs sín. Af því að hann er
kærleikur, þá er hann skapari, því að „það er fólgið í eðli hins guðlega
kærleika að tjá sjálfan sig, að gefa sjálfan sig, og einmitt þessi
sjálfstjáning felur í sér sköpun” (Aulén, bls. 162). Hann er skapari af
eðlisnauðsyn kærleikans, því að hann er stöðugt lífgefandi, lífeflandi.
Kærleikur hans stjórnar öllu, því honum er ekki sama um neitt það, sem
45