Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 47

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 47
Sérkenni kristindómsins sérstaka kristna opinberun er líf og kenning Jesú, og líf og kenning þeirra lærisveina hans, sem hafa látið anda hans verka sem hreinast í gegnum sig. I stystu máli er inntak hinnar kristnu guðshugmyndar þetta: Guð er kærleikur (I. Jóh. 4,8). Hinn heilagi, sem vér finnum vott um í sögu þjóðanna og í eigin brjósti, er, samkvæmt hinni kristnu opinberun, faðirinn kærleiksríki, sem lætur sér annt um hvert barn sitt. Kærleikur er ekki einn af eiginleikum hans, heldur sjálf vera hans, (sbr. Aulén, bls. 124, Haering, Dogm. bls. 345n). Þegar vér segjum, að Guð sé kærleikur, þá er það aðeins tilraun vor til að túlka á máli voru það, sem í raun og veru er ósegjanlegt. Eðli kærleikans er að gefa sjálfan sig, tjá sjálfan sig. Þess vegna verðum vér hluttakar opinberunar hins heilaga, að hann er heilagur kærleikur. Og eftir því, sem vér komumst nær því að þekkja hinn heilaga kærleika, því ljósara verður fyrir oss, hversu óendanlega langt vér erum frá honum enn. „Að þekkja hinn opinberaða Guð er einmitt að standa andspænis hinu hulda og órannsakanlega: undur hins guðdómlega kærleika vex því meir sem augu trúarinnar virða hann fyrir sér” (Aulén, bls. 130). Hér er þverstæða trúarinnar: Hinn heilagi, mysterium tremendum, er einnig hinn kærleiksríki, persónulegi faðir, fascinosum. „í honum lifum, hrærumst og erum vér”. Öll tilraun vor til að túlka fyrir oss eðli hans eða eiginleika verður að skoðast í ljósi þessara tveggja höfuðeinkunna: heilagur kærleiki. I þeim felst bæði persónueðli Guðs og algjörleiki, transcendens hans og immanens. Þetta tvennt, svo mjög sem það virðist stríða hvað gegn öðru, verður aldrei aðskilið að meinalausu í kristilegri guðshugmynd. í því birtist einmitt það, sem gerir Guð að Guði en ekki mannlegri hugarsmíð, að hann er meiri en hjarta vort, meiri en hugsun vor, og verður aldrei þekktur af oss, nema að því leyti sem hann birtist oss í líkingum mannlegra takmarkana. Eigi nú í stuttu máli að gera þess grein, hvað fólgið er í hinni kristnu guðshugmynd, eins og hún verður bundin í orð, þá má gera það á þessa leið: „Guð er persónulegur, alfullkominn andi, skapari, viðhaldari og stjórnari alheimsins, sem í Jesú Kristi og fyrir áhrif anda síns hefur opinberað mönnunum föðurlega eðliseinkunn sína, og markmið það, er hann stefnir að” (S.P. Sívertsen, sbr. Brown, Theology, bls. 98n. og Ró. 11,36). Að Guð er persónulegur táknar hér að vér getum nálgast hann sem vitandi, viljandi veru, sem lætur sér annt um oss hvert og eitt, og að í honum sjáum vér hinn heilsteypta persónuleik, sem vér finnum aðeins óljósan forsmekk af í hinum göfgustu mönnum. Algjörleiki hans er þannig fullkomnun persónuleikans, en ekki neitun hans. Hann er orsök allrar verðandi, og á ekki neitt upphaf utan sjálfs sín. Af því að hann er kærleikur, þá er hann skapari, því að „það er fólgið í eðli hins guðlega kærleika að tjá sjálfan sig, að gefa sjálfan sig, og einmitt þessi sjálfstjáning felur í sér sköpun” (Aulén, bls. 162). Hann er skapari af eðlisnauðsyn kærleikans, því að hann er stöðugt lífgefandi, lífeflandi. Kærleikur hans stjórnar öllu, því honum er ekki sama um neitt það, sem 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.