Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 48
Bjöm Magnússon
til er. Almætti hans er almætti kærleikans. Hann gerir ekkert og vill
ekkert annað en það, sem birtir kærleik hans. Að hann er fullkominn
persónuleiki felur í sér, að hann er ekki bundinn af neinu öðru en eðli
sínu, sem er kærleikur.
Það er sérstætt í hinni kristilegu guðshugmynd, hvernig hún sameinar
þetta þrennt: persónueðli Guðs, algjörleika hans og kærleika. Þetta skilur
hann frá öðrum höfuðtrúarbrögðum og einnig frá þeim stefnum í
nútímanum, sem ekki vilja viðurkenna Guð sem persónulegan
kærleiksmátt (húmanisma, matenalisma; sbr. Macnicol, bls. 39nn, 108).
Hér vaknar spurningin um afstöðu Guðs til hins illa í heiminum. Sé
Guð almáttugur kærleikur, sem öllu stjórnar, hvernig getur þá böl og
synd verið til? Þessu verður aldrei svarað til fulls, því að til þess þyrfti að
kafa djúp hins guðlega leyndardóms. Þó gengur ekki kristindómurinn
fram hjá þessari spurningu. „Trúin gengur ekki fram hjá hinu illa, því
síður reynir hún að nema það brott með skýringum sínum. Hún gerir
annað betra. Hún sigrar það. Fyrir trúna lærum vér að þekkja mátt hins
góða, sem er sterkara en hið illa og hefur möguleika til að ráða
niðurlögum þess. Trúin kallar þennan sigrandi aðila Guð” (Brown: God,
bls. 106). Kristindómurinn lítur ekki á stjórn Guðs og forsjón hans sem
tryggingu gegn öllu böli, en hann sér að Guð vekur oft með þjáningum
og böli nýtt og ríkara líf (sbr. Jones: Suffering, bls. 219nn). Fyrir böl og
synd hefur Guð opinberað kærleiksvilja sinn í Jesú Kristi á hinn
fullkomnasta hátt. Þar birtist hið dýpsta eðli kærleikans: að fórna sér
fyrir þann, sem veikur er og ófullkominn.
Er hið illa þá samkvæmt vilja Guðs? Kristindómurinn svarar ákveðið:
Nei! Kærleikurinn hlýtur samkvæmt eðli sínu að standa á móti hinu illa.
„Annað hvort er Guð opinberaður í Jesú Kristi og því andlega líf, sem
vakið er af honum. Þá er hann kærleikurinn, en þá er ekki allt, sem
gerist, endurspeglun guðsviljans. En á hinn bóginn er allt, sem gerist,
endurspeglun guðsviljans — en sé svo, þá fölna drættir kærleikans í
guðsmyndinni, þeir svelgjast upp af hinum myrku, óskiljanlegu
forlögum” (Aulén, bls. 180). Hér stöndum vér þá andspænis tvíveldis-
kenningu (dúalisma). Kristindómurinn neitar henni jafnákveðið. Svarið
við þessu vandamáli hlýtur að ganga í þá átt, að enda þótt Guð leyfi
tilveru hins illa, þá lætur hann það allt leiða til góðs að lokum. Mennirnir
berjast við hið illa og sigra það eða bíða ósigur, en læra af hvoru tveggja.
Guð berst gegn því og sigrar það. „Það er fyrst sem yfirunnið að hið illa
fær meiningu og verður réttlætt” (Aulén, bls. 190).
2. Heimurinn
1) Heimur Guðs
Nátengd hinni kristilegu guðshugmynd er hin kristilega heimsskoðun. í
því, að Guð sé skapari, viðhaldari og stjórnari alheimsins felst um leið
yfirlýsing um það, að heimurinn sé háður Guði, og eigi alla sína tilveru
46