Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 48

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 48
Bjöm Magnússon til er. Almætti hans er almætti kærleikans. Hann gerir ekkert og vill ekkert annað en það, sem birtir kærleik hans. Að hann er fullkominn persónuleiki felur í sér, að hann er ekki bundinn af neinu öðru en eðli sínu, sem er kærleikur. Það er sérstætt í hinni kristilegu guðshugmynd, hvernig hún sameinar þetta þrennt: persónueðli Guðs, algjörleika hans og kærleika. Þetta skilur hann frá öðrum höfuðtrúarbrögðum og einnig frá þeim stefnum í nútímanum, sem ekki vilja viðurkenna Guð sem persónulegan kærleiksmátt (húmanisma, matenalisma; sbr. Macnicol, bls. 39nn, 108). Hér vaknar spurningin um afstöðu Guðs til hins illa í heiminum. Sé Guð almáttugur kærleikur, sem öllu stjórnar, hvernig getur þá böl og synd verið til? Þessu verður aldrei svarað til fulls, því að til þess þyrfti að kafa djúp hins guðlega leyndardóms. Þó gengur ekki kristindómurinn fram hjá þessari spurningu. „Trúin gengur ekki fram hjá hinu illa, því síður reynir hún að nema það brott með skýringum sínum. Hún gerir annað betra. Hún sigrar það. Fyrir trúna lærum vér að þekkja mátt hins góða, sem er sterkara en hið illa og hefur möguleika til að ráða niðurlögum þess. Trúin kallar þennan sigrandi aðila Guð” (Brown: God, bls. 106). Kristindómurinn lítur ekki á stjórn Guðs og forsjón hans sem tryggingu gegn öllu böli, en hann sér að Guð vekur oft með þjáningum og böli nýtt og ríkara líf (sbr. Jones: Suffering, bls. 219nn). Fyrir böl og synd hefur Guð opinberað kærleiksvilja sinn í Jesú Kristi á hinn fullkomnasta hátt. Þar birtist hið dýpsta eðli kærleikans: að fórna sér fyrir þann, sem veikur er og ófullkominn. Er hið illa þá samkvæmt vilja Guðs? Kristindómurinn svarar ákveðið: Nei! Kærleikurinn hlýtur samkvæmt eðli sínu að standa á móti hinu illa. „Annað hvort er Guð opinberaður í Jesú Kristi og því andlega líf, sem vakið er af honum. Þá er hann kærleikurinn, en þá er ekki allt, sem gerist, endurspeglun guðsviljans. En á hinn bóginn er allt, sem gerist, endurspeglun guðsviljans — en sé svo, þá fölna drættir kærleikans í guðsmyndinni, þeir svelgjast upp af hinum myrku, óskiljanlegu forlögum” (Aulén, bls. 180). Hér stöndum vér þá andspænis tvíveldis- kenningu (dúalisma). Kristindómurinn neitar henni jafnákveðið. Svarið við þessu vandamáli hlýtur að ganga í þá átt, að enda þótt Guð leyfi tilveru hins illa, þá lætur hann það allt leiða til góðs að lokum. Mennirnir berjast við hið illa og sigra það eða bíða ósigur, en læra af hvoru tveggja. Guð berst gegn því og sigrar það. „Það er fyrst sem yfirunnið að hið illa fær meiningu og verður réttlætt” (Aulén, bls. 190). 2. Heimurinn 1) Heimur Guðs Nátengd hinni kristilegu guðshugmynd er hin kristilega heimsskoðun. í því, að Guð sé skapari, viðhaldari og stjórnari alheimsins felst um leið yfirlýsing um það, að heimurinn sé háður Guði, og eigi alla sína tilveru 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.