Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 49
Sérkenni kristindómsins
frá honum. Og hann er líka það svið, sem Guð birtir á starfsemi sína og
gerir tilgang sinn að veruleika.
a) Heimurinn er skapaður af Guði
Kristindómurinn hefur tekið að erfðum frá Gyðingdómnum trúna á það,
að heimurinn væri skapaður af Guði. En hann gaf þeirri trú nýja
fyllingu. „Hinir fornu austurlandarithöfundar námu gjarnan staðar við
líkinguna um leirsmiðinn og leirinn. Meðal Gyðinga kenndi þetta svar
viturlega undirgefni undir vilja Guðs; og það er til þessa dags hjarta
Islams — reyndar eru sjálf orðin „Islam” og „Muslím” komin af arabisku
orði sem þýðir uppgjöf eða undirgefni.” (Dearmer bls. 23). Svar
kristindómsins við spurningunni um uppruna heimsins gefur meira
jákvætt gildi. í predikun Jesú sjáum vér vott þess, að hann taldi alla hluti
eiga uppruna sinn frá hinum himneska föður (Mt. 6,26-30; 5,45; 10,29).
Hann er herra himins og jarðar (Mt. 11,25), hinn almáttugi (Mk. 10,27;
14,36). Jesús tekur þetta atriði sem sjálfsagðan hlut úr trúarskoðun
samtíðar sinnar, án þess að útskýra það eða svara neinum
vandaspurningum er það snerta. Þó má finna greinilegan mismun á
afstöðu Guðs til heimsins í kenningu Jesú og í kenningu
Síðgyðingdómsins, í samræmi við hina innilegu og nálægu guðshugmynd
Jesú. Enginn spörr fellur til jarðar án vitundar Guðs. Hann skrýðir gras
vallarins. Hann telur höfuðhárin. Orð fjallræðunnar um umhyggju Guðs
fyrir liljum vallarins og fuglum loftsins skera sig úr Gyðingdómi
samtíðar hans vegna þess, hve greinilega þar birtist jafnt hin trúarlega og
hin fagra hlið heimsins.
„Af öllum orðum Krists eru þau orð frumlegust” (Moff. bls. 94 sbr.
Inge: Ethics, bls. 62). Hér sést enginn vottur um meðalgangara, sem
heimurinn er gerður eða honum stjórnað fyrir, hvorki fyrir engla, (sbr.
Gal. 3,19; Hebr. 2.2) né spekina, (sbr. Orðskv. 8,27nn) né orðið, (sbr.
Jóh. 1,1), né soninn (sbr. Hebr. 1,1), nema ef skilja má ummæli um
dæminn á þá leið (Mt. 25,31nn, sbr. Mk. 13,26 og hliðst) Hin tilfærðu
ummæli úr Nýja testamentinu sýna, að þrátt fyrir það lifði nokkuð eftir
af þeirri hugmynd í kristninni, enda þróaðist sú kenning mjög með
logoskenningunni.
Undir áhrifum frá hinni grísku heimspeki, einkum kenning Platós um
heiminn sem skuggamynd hins hugsæilega heims, komu fram innan
kristninnar sterkar stefnur í tvíveldisátt. Strax hjá Páli má finna merki
þess. Heimurinn táknar hjá honum svið hins lægra eðlis, synda holdsins,
sem er fallið frá Guði. Þó er hann verk Guðs, (Post. 17.24) og merki þess
má sjá í heiminum (Ró. 1,20) Enn skarpari eru andstæðurnar orðnar í
Jóhannesar ritunum. „Allur heimurinn liggur í hinu illa” (I. Jóh. 4,19).
„Þér eigið djöfulinn að föður” (Jóh. 8,44). En samt elskaði Guð heiminn,
svo að hann sendi einkason sinn til að frelsa heiminn (Jóh. 3,16nn).
47