Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 63

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 63
Sérkenni kristindómsins sem þessi guðdómlegi kærleiksvilji getur fullkomnað í þeirri merkingu að breyta því úr möguleika í fullan vemleika” (Aulén, 157). 2. Kristindómurinn talar um manninn sem líkama og sál. Hvort tveggja er frá Guði komið, en gildi líkamans er aðeins miðað við það að vera verkfæri sálarinnar, það er sálin, sem er hinn eiginlegi maður, sem allt er gefandi fyrir (Mk. 8,37). Að líkamanum til er maðurinn undirorpinn lögum efnisins og hrörnun þess. Hann er því háður hinu ytra umhverfi sínu, og að líkamanum til ósjálfstæður í tilverunni. Þó er lítilsvirðing líkamans ekki í samræmi við kenningu Jesú. Hann lifði ekki við meinlæti né krafðist þess og er í því sérstakur meðal áhrifamanna um trúarbrögð þeirra tíma. „Að Jesú undanskildum gengu allir miklir kennendur frá Plató til Jóhannesar skírara út frá meinlætalifnaði sem sjálfsögðum grundvelli trúarlegs lífs og skilyrði fyrir því ” (Fairweather: Epistles, bls. 272-273, eftir Angus: The Mysteri Religions and Christianity, bls. 216n). Hann var ásakaður fyrir að lærisveinar hans skyldu ekki fasta (Mk. 2.18). Hann át og drakk með tollheimtumönnum og syndurum. Af samanburðinum við Jóhannes skírara í 2. kafla Matteusarguðspjall má sjá, að hann líkir boðskap Jóhannesar við sorgarlög, en boðskap sínum við glaðan hljóðpípuleik. Þar birtist hin bjarta lífsskoðun hans, sem er kristindómnum eðlileg, þar sem hann er óblandinn af tvíhugulli svartsýni. Hins vegar varar Jesús mjög ákveðið við því að meta hin jarðnesku gæði of mikils. Hann hvetur til að safna sér ekki fjársjóðum á jörðu, heldur á himni (Mt. 6,19). Hann hvetur fylgjendur sína til að taka upp kross sinn og týna lífi sínu, og spyr, hvað það stoði manninn, að eignast allan heiminn, en fyrirgjöra sálu sinni (Mk. 8,34nn). Hann hvetur mann til að smða af hönd eða fót, sem hneykslar (leiðir til falls) (Mk. 9,43nn). Hið efnislega má aldrei verða manninum svo mikils virði, að hann bíði fyrir það andlegt tjón. Hér verða ekki tök á að gera grein fyrir þeim skoðunum um gildi sálar og líkama, sem uppi hafa verið í kristninni, sérstaklega í framhaldi af grískum og gyðinglegum hugmyndum um hold og anda, (sarx og pnevma) en það er langt mál. Þær skoðanir eru mjög áberandi hjá Páli, og byggjast á tvíhyggju, sem er í rauninni fjarri kristindómnum. Þó blandast þetta allt einkennilega saman hjá Páli. Holdið táknar þar ekki eingöngu líkamann, heldur hið lægra eðli, „syndaholdið” er hjá honum arfur frá Adam, yfirnáttúrlegt afl, sem ekki er hægt að leysast undan, nema fyrir hjálp Krists, hins annars Adams, sem stofnaði nýtt mannkyn. í kjölfar þessara skoðana Páls kom svo tvíhyggja Jóhannesarritanna, þar sem aðeins nokkur hluti mannanna eru börn Guðs, (Jóh. 8,44; I. Jóh. 3,10) og talað er um endurfæðingu af vatni og anda sem skilyrði fyrir inngöngu í guðsríkið (Jóh. 3,3,5; sbr. Mk. 10,14; mt. 18,3). Af þeim leiddi síðan heimsflóttakenningar og meinlætalifnaður, sem áður er að vikið. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.