Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 80

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 80
Bjöm Magnússon Vatikanþingsins 1870 um óskeikulleik páfans, þegar hann talar „ex cathedra“ um innihald trúarinnar. í byrjun siðaskiptanna virðist ætla að verða breyting á þessu, þar sem bæði Lúther og Melanchton tala um trúna sem einbert traust til miskunnar Guðs (nuda fiducia misericordiae dei). En brátt hverfa þeir aftur til þess skilnings, að trúin sé líka fólgin í samsinningu allra greina trúarinnar (articuli fidei) og hjálpræðisstaðreyndanna, eins og kemur fram í 2. útgáfu af „Loci” Melanchtons, sbr. Ágsborgarjátninguna, 20. gr (Höfuðjátningar, bls. 76-77). Og er kemur fram á tíma rétttrúnaðarins, og þá er að vísu traustið (fiducia) talið einn þáttur trúarinnar, sem ekki megi vanta, en í reyndinni var mest áhersla lögð á hina réttu trú sem samsinningu hins rétta eins og nafn stefnunnar ber með sér (orthodoxia). En þrátt fyrir það, þótt trúin sem samsinning vissra trúarlærdóma hafi lengstum verið mest áberandi í ritum hinna lærðustu guðfræðinga, þá má þó sjá merki þess, jafnvel hjá hinum sömu, eins og nú var sýnt með siðbótarhöfundana, að þeir tala líka um trúna sem traust, sem afstöðu mannsins til Guðs, en ekki til trúarlærdómanna (Fides qua creditur). Má finna það bæði hjá Ágústínusi, sem talar um, að trúin starfi fyrir kærleikann, og hjá Pétri Lombardusi, sem talar um trúarþelið (fides formata) sem byggist á kærleika. En sérstaklega hefur þó sú hlið komið frá hjá dulsinnum, sem lögðu alla áherslu á samlífið við Guð, að njóta Guðs, (frui Deo) og samlifast elsku hans. Þar birtist trúin í upprunalegum krafti sínum, laus við öll heilabrot og flækjuspurningar, og án ofstækisfullrar umhugsunar um það, hver væri hin rétta játning og kenning. Og vitanlega hefur trúin, sem persónuleg afstaða mannsins til Guðs, alltaf lifað með kristninni, en hún kemur best í ljós, þar sem menn eru ekki að rita eða rökræða um trúna, heldur láta eins og sjálfkrafa tilfinningar sínar í ljós án þess að vera sér meðvitandi, að þeir séu að vitna um trúna. Sígilt dæmi þess eru hin kunnu orð í játningum Ágústínusar: “Hjarta mitt er órótt, uns það hvílist í þér.” c) Traust Það er sem þetta barnslega traust, sem trúin nær hámarki sínu í kristindómnum. Og það hámark nær vitanlega hvergi hærra en hjá Jesú sjálfum, því hef ég beðið með að athuga trúna í boðskap lífi Jesú, þar til litið hefði verið á hin lægri stig, sem hún féll aftur niður á í sögu kristninnar. Alkunn eru þau dæmi, þar sem Jesús talar um mikla trú, í sögunni um hundraðshöfðingjann í Kapernaum og um Kanversku konuna (Mt 8,10; 15,28). Af þeim báðum, svo og fleirum, sést, að Jesús getur ekki átt við trú í merkingunni samsinning vissra trúarlærdóma, því að þau eru ekki einu sinni Gyðingar, heldur heiðingjar. Heldur er trú (pistis) í munni hans alltaf sama sem traust, ef dæmt er út frá vitnisburði samstofna guðspjallanna, sem hér eins og endranær verða að skera úr, þar sem þeim greinir á við Jóhannesarguðspjall. Aðeins á einum stað er talað um að trúa 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.