Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 82

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 82
Bjöm Magnússon Næst er að athuga á hverju guðstraust Jesú byggist. Það byggist, sem annað traust, á þekkingu, þeirri guðsþekkingu, sem hann hafði yfir að ráða. Vér höfum áður vikið að því, hver var guðshugmynd Jesú: að hann var hinn himneski, kærleiksríki, almáttugi faðir. Slíkum föður hlaut hann að treysta. Og hver sá, sem lærir að þekkja þann föður, hlýtur að treysta honum. Það er engin tilviljun, að eftir því sem guðshugmynd kirkjunnar fjarlægðist guðshugmynd Jesú, eftir því íjarlægðist hún meir hið einfalda guðstraust hans, og setti í staðinn flókin kenningakerfi og fastskorðaðar játningar. En slíkt var fjarri anda Jesú. Honum var það ekki fyrir mestu, að menn játuðu hann herra sinn, heldur að þeir létu kærleikskraft Guðs fá óhindraða útrás í miskunnarverkum (sbr. Mt. 7,21. Lk. 6,46). Og hvar og hvenær sem mennirnir hafa nálgast þá reynslu hins heilaga kærleika, sem Jesús átti, þá hefur líka trú þeirra fengið á sig eitthvað af þeim blæ innilegs guðstrausts, sem birtist hjá Jesú. Af hinu framansagða má nú draga nokkrar niðurstöður um eðli og upptök trúarinnar. Trúin er persónuleg afstaða mannsins til Guðs, og lýsir sér sem algjört traust til kærleika hans, sem hins sterkasta máttar í tilverunni. Hún er því samlíf við Guð, fyrir það, að maðurinn opnar sig fyrir áhrifum frá Guði, leggur sig fram sem hlýðið verkfæri vilja hans. Hún er móttaka guðlegs kraftar. „Ósvikin trú er jafnan næmleiki fyrir hinum lifanda Guði, hin frumlega, sjálfkrafa tilfinning fyrir hinum ósýnilega grundvelli allrar jarðneskrar veru og viðburða” (Miiller, Gott, bls. 24). Eins og fyrr segir, byggðist hún á tilfinningu fyrir eigin vanmætti og óverðugleik, og löngun til að nálgast hinn heilaga (iðrun). Því má greina í henni þætti svo sem auðmýkt, einlægni, hreinskilni. En allt er það raunar undirbúningur undir trúna sjálfa: traustið. Af því leyti, sem traustið byggist á þekkingu, er trúarinnihaldið mikils virði. En sjálf samsinning hinnar réttu kenningar er ekki trú. Illu andarnir þekkja hana líka og skelfast. En alla þá, sem elska hið góða, alla þá, sem finna tilkall gert til hins besta í sjálfum sér, er þeir nema boðskapinn um hinn kærleiksríka föður allsvaldanda, hlýtur þekkingin að leiða til trúar í anda Krists, þ.e. trausts. Guðstraustið er þannig upprunnið af guðsþekkingu. En á það hefur verið lögð of einhliða áhersla í kristninni, að tileinka sér þá þekkingu með skynsemi sinni. Það er rétt að vísu, en ekki einhlítt. Því að þekkingin getur einnig, og þarf einnig að byggjast á reynslu. Þar koma til greina tilfinningar- og viljaatriði ekki síður en skynsemi. Sú tilfinning gagnvart guðdómnum lýsir sér á frumstigi sem ótti, en verður á æðra stigi að lotningu og elsku. Og þá er traustið undirbyggt, þegar sá grundvöllur er lagður í tilfinningalíf mannsins, jafnframt því sem skilningur hans hefur gripið, eftir því sem hægt er með mannlegum hugtökum, gæsku Guðs og almátt, og vilji hans er virkjaður í þágu guðsviljans. „Trú er ekki aðeins það að trúa einhverju (believe), þó í henni felist skilningsatriði. Trú er sú vilja framkvæmd, að treysta stjóm ósýnilegs, en þó vinveittst nálægs máttar, sem vér emm vissir um að er raunveruleiki fyrir líf vort” (Brown: God, bls. 119). 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.