Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 87

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 87
Sérkenni kristindómsins manns, sem snýst í kringum hverful efnisgæði og nautnir, rýmka svo hann fái útsýn yfir hin sönnu verðmæti lífsins og fullnægingu allra óska í bræðralagi mannanna. Hvort tveggja er fólgið í því að láta Guð ráða. Sá sem iðrast, mun einnig finna, að þær sakir, sem hann átti við aðra, eru fánýtar, því að hann hefur öðlast nýtt mat á gildi allra hluta, og sér þá alla í nýju ljósi. Það er sjálfselskan, sem stendur í vegi þess, að menn fyrirgefi hver öðrum, en þegar iðrunin hefur kennt manni að meta sinn eigin óverðleik og finna til óumræðilegrar nálægðar Guðs, þá munu þær sakir, sem sjálfselskan taldi fram, verða harla léttvægar fundnar. Og nú mun vera næst að spyrja: I hverju er þá fyrirgefning Guðs fólgin? Svarið er stutt: Hún er það, að Guð hefur aldrei verið reiður mönnunum, heldur er kærleikur hans alltaf óbreyttur, alltaf reiðubúinn til að veita mönnum alla þá hjálp til sjálfsbetrunar, sem þeir eru fúsir og færir til að taka á móti. M.ö.o.: Það er ekki Guð, sem breytist. Hann er alltaf samur og jafn, einber elska. Elskan er eðli hans, hann getur ekki verið annað. Þetta er sá mikli munur, sem er á fyrirgefningu, eins og Jesús talar um hana, og fyrirgefningu eða réttlætingu eða friðþægingu eða hvað sem guðfræðingar liðinna alda allt frá Páli hafa nefnt það, sem breytti afstöðu Guðs gagnvart mönnunum. Guð er hinn óbreytanlegi kærleikur. En hvað er um þá, sem verða að borga hinn síðasta eyri? Hvað er um lastmælin gegn heilögum anda, sem ekki verða fyrirgefin um aldur? (Mk. 3,29). Því mætti svara þannig: Það er ekki Guð, sem neitar þeim um fyrirgefningu, heldur mennirnir, sem neita að snúa sér til Guðs, neita að iðrast og fyrirgefa. Guð, sem hinn alvaldi kærleikur, getur engan þvingað, því ef hann gerði það, hætti hann að vera kærleikur (Aulén, 256). En á móti því má aftur spyrja: Ef Guð er hinn alvaldi kærleikur, þá getur hann ekki þolað, að nokkur glatist. Hver mannssál er honum óendanlega dýrmæt. Vér verðum því að treysta því, að einnig til þeirra nái kærleikur Guðs að lokum, og laði fram hinn guðlega neista, sem ekki getur dáið. Svo framarlega sem Guð er Guð lífsins, en syndin afl dauðans, þá hlýtur guðlega aflið að sigra, en syndin að líða undir lok, því hún hefur dauðann búandi í sjálfri sér. Þegar svona er litið á fyrirgefninguna, þá hverfa með því öll vandkvæði um það, hvernig eigi að samræma fyrirgefningu og réttlæti, eða hvernig eigi að svara þeirri mótbáru, að fyrirgefningarvissan verði að siðferðilegu deyfingarlyfi. „Fyrirgefning Guðs er vissulega ekki neinn svæfill, sem maðurinn geti lagst til hvíldar á — hún er vissulega mjög róandi, en hún er í senn hin sterkasta hvatning” (Aulén, 262). Hún er einmitt hjálp til siðferðilegrar fullkomnunar, og fullnæging hins æðsta réttlætis: að stuðla að því að hið besta fái notið sín í hverjum manni. Þess var getið hér að framan, að fyrirgefningin væri komin undir því, að maðurinn vildi hagnýta sér hana, með iðrun eða fyrirgefningar- hugarfari. Það mætti líka orða það svo, að maðurinn þurfi að stilla sjálfan sig í samræmi við eðli hins guðlega kærleika, til þess að hann geti náð að verka á hann. Og sú skýring gerir skiljanlegra, hvernig fyrirgefningin 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.