Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 103

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 103
Sérkenni kristindómsins b) Eilíft líf sem ódauðleiki Aftur er það greinilegt, að þar sem Páll talar um eilíft líf, þá á hann við lífið eftir líkamsdauðann, hið ódauðlega líf. Orðið er notað í mótsetningu við dauðann, sem að vísu táknar ekki aðeins líkamsdauðann, heldur „Laun syndarinnar”. Er því einnig fólgið í orðinu hjálpræðið, en það er einmitt það sama sem lífið eilífa, ódauðlega. Það sést glöggt í I. Korintubréfi 15,12nn. þar sem Páll undirstrikar það mjög ákveðið, að „ef dauðir rísa ekki upp, er Kristur ekki heldur upprisinn; en ef Kristur er ekki upprisinn, er trú yðar fánýt, þér eruð þá enn í syndum yðar, og jafnframt einnig þeir glataðir, sem sofnaðir eru í trú á Krist”. Samkvæmt þessu er eilíft líf alltaf hjá Páli = ódauðleiki, enda þótt það feli í sér hjálpræðið, því að án dauðleika er hjálpræðið ekki til (Sjá Ró. 6,23, 5,21, 2,7, Gal. 6,8. sbr. Magnús Jónsson: „Dauði Krists er í Páls augum alveg gagnlaus án upprisunnar”, Páll post. bls. 94). Að vísu er röksemdafærsla Páls ekki hugsuð alveg á þessa lund, heldur er honum upprisa Krists fyrir mestu, en hún bindur þetta í sér, því að upprisa Krists stendur og fellur með upprisu — eða ódauðleik — allra manna. Hugmyndir Páls um ódauðleikann koma annars mjög skýrt fram víða annars staðar, og færir hann bæði rök fyrir honum, út frá upprisu Krists, og skýrir frá hugmyndum sínum um framhaldslífið (I. Þess. 4,13nn, I. Korintubréfi 15,12.nn, 35 nn, II. Kor. 4,14 nn). Af röksemdarleiðslu Páls í I. Kor. 15, mætti ætla, að hann teldi ekki hafa verið um ódauðleika að ræða á undan upprisu Krists, né heldur næði hún til annarra en þeirra, sem trúa á Krist, þar sem hann talar um, að Kristur sé risinn upp frá dauðum sem frumgróði þeirra, sem sofnaðir eru, hann sé hinn annar Adam, sem sé höfundur nýs mannkyns, og allir muni „lífgaðir verða fyrir samfélag sitt við hinn Smurða. En sérhver í sinni röð: Kristur sem frumgróðinn. Því næst þeir sem hinum Smurða tilheyra til komu hans” (vv. 12.-28). En einmitt þessi síðustu orð: „við komu hans” og það sem á eftir kemur, sýnir, að fyrir Páli táknar upprisan ekki sama sem ódauðleiki almennt, þótt hún vitanlega feli hann í sér, heldur væntir hann upprisunnar við endi heims, sem hann býst við mjög bráðlega, jafnvel framan af að sér lifandi (I. Þess. 4,15nn). Þetta sýnir, að ekki má rugla saman orðum Páls um eilíft líf eða upprisu og hugmyndum síðari tíma um ódauðleika, sem eru runnar frá grískri hugsun, enda þótt hvort tveggja feli í sér ódauðleika eða framhaldslíf mannsins. Hugmyndir Páls um framhaldslífið eru annars mótaðar af hinum gyðinglegum hugmyndum samtíðar hans, og getur hann ekki, frekar en aðrir gyðingar, gert sér hugmyndir um framhaldslífið öðru vísi en bundið við líkamann. En að því leyti bregður hann út frá hinni einföldu efnishyggju samtíðarlanda sinna, að hann telur hold og blóð ekki geta erft guðsríki, heldur muni líkamarnir umbreytast, verða andlegir líkamar (sóma pneumatikon), í stað náttúrlegra eða „sálarlegra” (Psychikon) (I. Kor. 15,50 og 44) Það er í fullu samræmi við það, að hann skýrir frá upprisu Jesú sem birtingu hans eftir dauðann, og telur þar sem hliðstæðu 101
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.