Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 112
Bjöm Magnússon
postulatímanum, og þaðan er nafnið komið. Hann telur þar upp lækninga-
gáfur, kraftaverk, spámannlega gáfu, greining anda, tungutalsgáfu, út-
legging tungna, ennfremur speki, þekkingu og trú (12,8-11). Hér er
augljóslega um að ræða ýmsa andlega hæfileika, sem ekki eru á færi
venjulegra manna, og jafnvel speki, þekking og trú mun heyra undir það
líka, þótt hægt sé að öðlast nokkuð af þeim hæfileikum eftir venjulegum
leiðum. Vafalaust er hér um að ræða hrifningarástand, ekstase, þannig að
maðurinn missir að meira eða minna leyti sjálfráða stjórn á líkama sínum,
en annað afl, sem hann ræður ekki yfir nema að einhverju leyti, hefur
náð tökum á honum og notfærir sér hann til að framkvæma hin ýmsu
störf, sem upp voru talin. Þó segir Páll að andar spámannanna séu
spámönnunum undirgefnir, en að svo hafi ekki ávallt verið, sýna einmitt
hvatningar hans til „andamannanna” að láta allt fara fram hjá sér með
fullri stjórn og reglu (I. Kor. 14,40).
Páll metur andagáfurnar mikils, en vill að þær séu undir fullri stjórn
þeirra, er þær hljóta (I. Kor. 14,1.18n, I. Þess. 5,19n). Ber allur þessi
kafli I. Korintubréfs, sem er talin aðalheimildin um andagáfurnar, það
með sér, að í Korintu hefur verið um að ræða sérstakt ástand í þessu efni,
andinn bar menn ofurliði, og varð því úr óstjórn og truflun. En Páll
vitnar í það, að í „öllum söfnuðum hinna heilögu” séu andar spámannanna
spámönnunum undirgefnir. Er full ástæða til að ætla, að andagáfurnar
hafi verið fyrir hendi miklu víðar, en sögur fara af, en sé sérstaklega
getið í Korintu, vegna þess að þar þurfti leiðbeiningar við. En alls staðar
hafi þær lent í öngþveiti, þarf ekki frekar að vera, en að alls staðar hafi
verið um saurlifnað að ræða, þótt Páll taki hann til meðferðar í 5.
kapítula sama bréfs.
Vér sjáum þess reyndar merki, að þau fyrirbrigði, sem Páll taldi til
andagáfnanna, voru all algeng í frumsöfnuðunum, enda þótt þau séu ekki
alls staðar nefnd því nafni. Um tungutal er talað í Postulasögunni 2, enda
þótt því sé nokkuð öðruvísi lýst þar en í I. Korintubréfi, og sumir þykjast
sjá merki þess víðar, eins og í „Abba”-hrópinu (Gal. 4,6, Ró. 8,15), o.fl
(Ró. 8,26). Um spámannlega gáfu eða hæfileika til að taka á móti boðskap
frá andlegum heimi, er talað í Ró. 12,6, I.Tím. 4,14, Post. 8,29, 13,ln,
16,6n, spámenn 21.9nn, 15,32, Ef. 3,5. Um lækningagáfu og kraftaverk
eru ýmsar frásagnir í frumkristninni, sérstaklega þeirra Péturs og
Jóhannesar (Post. 3,lnn, 5,12nn, 8,13. o.v).
Það er augljóst mál, að þessir hæfileikar sem hér hefur verið rætt um,
eru hinir sömu, sem birtast í miklu ríkara mæli hjá Jesú. Er það í fullu
samræmi við það, sem áður hefur verið sagt um hann, sem sérstaklega
hæft verkfæri guðsandans á jörðu. Hann varð glaður í heilögum anda og
vegsamaði Guð (Lk. 10,21). Andi drottins var yfir honum, og smurði
hann til að boða bandingjunum lausn og blindum að þeir skyldu aftur fá
sýn, til að hreinsa líkþráa, láta daufa heyra og reisa dauða upp.
Máttarverkum hans og líknarverkum hans þarf ekki frekar að lýsa.
Aðeins má minna á, að það sem áður hefur verið minnst á um trúna sem
móttöku guðlegs kraftar og hitt að trúin er víða í guðspjöllunum talin
110