Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 118

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 118
Bjöm Magnússon Um mýstík í eiginlegri merkingu er ekki að tala í Nýja testamentinu, því að þar er það alltaf annað en hin innri sálarlífsreynsla, sem skipað er í fremsta sæti sem skilyrði fyrir því að nálgast Guð. Það er trúin, hinn opni móttökuhæfileiki, sem gerir menn færa til að hagnýta sér boðskap Jesú og tileinka sér hjálpræði hans, en fremur öllu er munurinn sá, að mýstíkin telur manninn geta komist til fullrar skynjunar guðdómsins í þessu lífi, en um það sést enginn vottur í Nýja testamentinu, heldur er það takmark „eschatologiskt”, bundið við hin síðustu úrslit. Og enn má greina milli mýstíkur og Nýja testamentisins á þeim grundvelli, að mýstíkin er annað hvort tengd tvíhyggju (sem að vísu má finna merki um í sumum ritum N.t., eða algyðistrú, sem er N.t. fjarri). Þrátt fyrir þetta eru ýmsir staðir í Nýja testamentinu, sem eru litaðir af mýstíku orðalagi, og geta réttlætt það, að tala um mýstík eða a.m.k. mýstík áhrif. Þessa gætir þó nær eingöngu hjá Páli og Jóhannesi. Hefur áður verið drepið á Krists-mýstík Páls, hvernig hann talar um að vera í Kristi, að hann lifi í Kristi og Kristur í honum (Gal. 2,20, Fil. 4,7-14, o.v.). En hér er ekki um hreina mýstík að ræða og sést það best á síðara dæminu, þar sem hann segir að réttlætið fáist með trúnni frá Guði, og hann telur sig alls ekki hafa enn höndlað það, að sameinast Kristi, heldur seilist hann til þess sem framundan er, takmarkinu, sem hann eygir við upprisu dauðra. Líka má benda á stað eins og að „í honum (þ.e. Guði) lifum, hrærumst, og erum vér” (Post. 17,28), en þau orð eru löguð eftir hugmyndaheimi áheyrendanna, eins og sú ræða yfirleitt (sbr. þar á móti I.Kor. 2,lnn). Öllu sterkari eru' hin mýstíku áhrif hjá Jóhannesi, þar sem Jesús talar um að hann og faðirinn muni koma og gjöra sér bústað hjá þeim, sem elskar hann, að allir eigi að vera eitt í þeim o.s.frv (Jóh. 14,23, 17, 21.nn), að lærisveinarnir muni þekkja föðurinn og hafi séð dýrð logosar, (14,7-9, 1,14) En hér er einmitt einkennandi, að sameiningin er bundin við, að Kristur verði dýrlegur (sbr. 17,1-3). Það minnir aftur á orðin um andann, 7,39 — og að guðsþekkingin fæst ekki fyrir íhugun né innri reynslu — því síður sakramenti — heldur af því að þekkja Jesú. Það er hin sögulega persóna Jesús Kristur sem er opinberun guðdómsins. Þetta er ekki mýstík. Allt um það er mýstíkin, í hinni þrengri merkingu sem ég gat um svo ríkur þáttur í sögu kristindómsins, að ekki er hægt að ganga fram hjá henni, þegar rætt er um sérkenni kristindómsins. En það skal strax tekið fram, að hún er ekki eitt af hinum eiginlegu sérkennum hans, sem hann hefur frá höfundi sínum, ekki heldur sérkenni kirkjunnar í heild, heldur er hún auka-einkenni, sem hefur gætt ríkulega hjá ýmsum áhrifamiklum meðlimum hennar, og haft varanleg áhrif til glæðingar því guðssamfélagi, sem er kristindómnum eiginlegt frá upphafi. Sérstöðu hefur hér austræna kirkjan (grísk-kaþólska). í henni hefur þegar frá fornöld verið sterk mýstík stefna ríkjandi. Má þar sjá í fyrstu áhrif frá hinnu grísku mýstík (gnóstisma og launhelgun), sem kirkjan varð að samlaga sig að æði miklu leyti áður en henni tókst að sigra í 116
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.