Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 118
Bjöm Magnússon
Um mýstík í eiginlegri merkingu er ekki að tala í Nýja testamentinu,
því að þar er það alltaf annað en hin innri sálarlífsreynsla, sem skipað er í
fremsta sæti sem skilyrði fyrir því að nálgast Guð. Það er trúin, hinn opni
móttökuhæfileiki, sem gerir menn færa til að hagnýta sér boðskap Jesú og
tileinka sér hjálpræði hans, en fremur öllu er munurinn sá, að mýstíkin
telur manninn geta komist til fullrar skynjunar guðdómsins í þessu lífi, en
um það sést enginn vottur í Nýja testamentinu, heldur er það takmark
„eschatologiskt”, bundið við hin síðustu úrslit. Og enn má greina milli
mýstíkur og Nýja testamentisins á þeim grundvelli, að mýstíkin er annað
hvort tengd tvíhyggju (sem að vísu má finna merki um í sumum ritum
N.t., eða algyðistrú, sem er N.t. fjarri).
Þrátt fyrir þetta eru ýmsir staðir í Nýja testamentinu, sem eru litaðir af
mýstíku orðalagi, og geta réttlætt það, að tala um mýstík eða a.m.k.
mýstík áhrif. Þessa gætir þó nær eingöngu hjá Páli og Jóhannesi. Hefur
áður verið drepið á Krists-mýstík Páls, hvernig hann talar um að vera í
Kristi, að hann lifi í Kristi og Kristur í honum (Gal. 2,20, Fil. 4,7-14,
o.v.). En hér er ekki um hreina mýstík að ræða og sést það best á síðara
dæminu, þar sem hann segir að réttlætið fáist með trúnni frá Guði, og
hann telur sig alls ekki hafa enn höndlað það, að sameinast Kristi, heldur
seilist hann til þess sem framundan er, takmarkinu, sem hann eygir við
upprisu dauðra. Líka má benda á stað eins og að „í honum (þ.e. Guði)
lifum, hrærumst, og erum vér” (Post. 17,28), en þau orð eru löguð eftir
hugmyndaheimi áheyrendanna, eins og sú ræða yfirleitt (sbr. þar á móti
I.Kor. 2,lnn).
Öllu sterkari eru' hin mýstíku áhrif hjá Jóhannesi, þar sem Jesús talar
um að hann og faðirinn muni koma og gjöra sér bústað hjá þeim, sem
elskar hann, að allir eigi að vera eitt í þeim o.s.frv (Jóh. 14,23, 17,
21.nn), að lærisveinarnir muni þekkja föðurinn og hafi séð dýrð logosar,
(14,7-9, 1,14) En hér er einmitt einkennandi, að sameiningin er bundin
við, að Kristur verði dýrlegur (sbr. 17,1-3). Það minnir aftur á orðin um
andann, 7,39 — og að guðsþekkingin fæst ekki fyrir íhugun né innri
reynslu — því síður sakramenti — heldur af því að þekkja Jesú. Það er
hin sögulega persóna Jesús Kristur sem er opinberun guðdómsins. Þetta er
ekki mýstík.
Allt um það er mýstíkin, í hinni þrengri merkingu sem ég gat um svo
ríkur þáttur í sögu kristindómsins, að ekki er hægt að ganga fram hjá
henni, þegar rætt er um sérkenni kristindómsins. En það skal strax tekið
fram, að hún er ekki eitt af hinum eiginlegu sérkennum hans, sem hann
hefur frá höfundi sínum, ekki heldur sérkenni kirkjunnar í heild, heldur
er hún auka-einkenni, sem hefur gætt ríkulega hjá ýmsum áhrifamiklum
meðlimum hennar, og haft varanleg áhrif til glæðingar því guðssamfélagi,
sem er kristindómnum eiginlegt frá upphafi.
Sérstöðu hefur hér austræna kirkjan (grísk-kaþólska). í henni hefur
þegar frá fornöld verið sterk mýstík stefna ríkjandi. Má þar sjá í fyrstu
áhrif frá hinnu grísku mýstík (gnóstisma og launhelgun), sem kirkjan
varð að samlaga sig að æði miklu leyti áður en henni tókst að sigra í
116