Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 119

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 119
Sérkenni kristindómsins baráttinni við þær stefnur. Má rekja þau áhrif gegnum Ignatíus, Alexandríu-Klemens og Órígenes, til Gregóríusar frá Nyssa, sem fyrstur talar um að njóta Guðs (fruitio dei) sem síðar varð uppáhaldsorðtak, dulsinna Chrysostomosar og margra minni spámanna sem festu mýstíkina í austurkirkjunni og gerðu hana að óaðskiljanlegu einkenni hennar. Og sérstakt er það fyrir austrænu kirkjuna, hve mýstíkin er þar tengd við helgiathafnirnar meir en annars gerist, einkun kvöldmátíðina (evcharist- íuna). Og það er talið hafa orðið hinni rússnesku kirkju að falli fremur öllu öðru, hve boðskapur hennar var fólginn í mýstískum helgisiðum, sem leiddi til fáfræði prestastéttarinnar og niðurlægingar, þar sem shkt reyndi ekki á kunnáttu í öðru en fara með rétta siði. í vesturkirkjunni varð mýstikin aldrei ríkjandi, en spor hennar má víða sjá, og hefur hún einkennt marga merka menn hennar allt fram á þennan dag. Hér eru engin tök á að rekja öll áhrif hennar, en aðeins verður getið helstu nafna, sem við hana eru tengd, og hinn merkustu einkenna hennar. Frumboðberi hinnar grísku mýstíkur til vesturlanda er talinn Jóhannes Scotus Erigena, þó einnig megi sjá nokkurn vott hennar hjá Ágústínusi. Þaðan má rekja feril hennar um Húgó frá St. Victor og Bernhard frá Clairvaux, sem einkennir sig sérstaklega fyrir Krists-mýstik sína, til Bonaventura. En einna hæst nær hin kristna mýsík í þýsku dulspek- ingunum meistara Eckehart, Tauler og Seuse. Fyrir þeim er aðferðin til að sameinast Guði sú, að losna við allt hið ytra og sökkva sér í djúp sálar sinnar, verða fátækur og auðmjúkur, þá fæðist Guð í djúpi sálarinnar, og verður allt í öllu (sbr. Otto: Das Heilige, bls. 25n). Á Niðurlöndum má nefna Ruysbroek og Thomas Kempis, sem með bók sinni: Imitatio Christi, hefur haft mjög mikil áhrif allt fram á þennan dag. Þetta eru hin ffægustu nöfn innan hinnar rómversku kirkju, sem við mýstik eru tengd, en mýstikin hefur alltaf átt þar ýmsa formælendur, suma í samræmi við kenningar kirkjunnar, aðra í andstöðu við hana, er lagt hafa svo ríka áherslu á sameining mannsins við Guð, að aðferð kirkjunnar til sáluhjálpar hefur verið þeim óþörf. Innan kirkjunnar má ennfremur geta quietismans, sem spratt upp úr jarðvegi Karmelítareglunnar, og var greinileg mýstíkstefna, er náði allmikilli útbreiðslu, sérstaklega á Frakklandi á 17. öld. Höfundar hennar voru hin heilaga Theresa á Jesus og skriftafaðir hennar, Jóhannes frá krossinum. Merkileg er kenning Theresu um fjögur stig bænarinnar: íhugun, hvíld, sameiningu og hrifningu, sem leiða sálina til æðstu fyllingar allra krafta hennar og veita henni sæluríka sameiningu við Guð og Krist. Jóhannes lýsti í brennheitum ljóðum í anda Ljóðaljóðanna sameiningu sálarinnar, sem brúður og hins himneska brúðguma Jesú. Theresa hafði mjög mikil áhrif, ekki aðeins innan hinnar kaþólsku kirkju, heldur einnig á hina þýsku, prótestantísku mýstík. En stærsti andi hennar og brautryðjandi var Jakob Böhme, frumlegur og áhrifaríkur, ekki síst utan lands síns, í Hollandi og Englandi. Við hlið hans má nefna skáldið Tersteegen. í píetismanum fékk mýstíkin frjóan jarðveg, en átti aftur erfitt uppdráttar á upplýsingaröldinni, eins og efnishyggja 19. 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.