Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 120
Bjöm Magnússon
aldarinnar var henni óhagstæð. Aftur hefur aukist áhugi manna fyrir
mýstiskum efnum á síðustu áratugum, eftir því sem efnishyggjan hefur
reynst óhæfari til að fullnægja þörfum mannssálarinnar.
Af þessu sögulega yfirliti, þar sem að vísu er aðeins stiklað á stærstu
nöfnunum, má sjá, að mýstikin hefur alltaf átt sér formælendur innan
kirkjunnar, og mun það að vísu liggja í því, að trúarþörf sumra manna er
sterkust á því sviði, sem mest kallar til tilfinninganna, eins og líka þeir
tímar ganga yfir, sem sú þörf verður ríkari. Að því leyti er vafalaust að
hún á nokkurn rétt á sér. Hins vegar liggur það í eðli hennar og
kristindómsins, að hún er ekki eiginlegur þáttur hans, heldur þvert á
móti, sé rökrétt ályktað, honum ósamstæð, þar sem hún gerir ýmist of
lídnn greinarmun á Guði og manninum, og þar með heiminum, eða hún
skoðar heiminn sem algerlega fjandsamlegan Guði (asketisk mýstík) sem
ekki heldur getur samrýmst kenningu Krists. „Það, sem trúin sækist eftir
er ekki sameining allra hluta í hinum eina, heldur að í dlbeiðslu mætast
andi mannsins og hinn óendanlegi, guðlegi andi, svo að það sem aðgreinir
er yfirstigið og glataði sonurinn er aftur kominn til föðurhúsanna”
(Macnicol, bls. 190). Þetta mun koma betur í ljós, er ég ræði um bænina,
hið kristílega form fyrir samlífinu við Guð.
2) Sakramenti
Hér verður aðeins rætt um sakramentin að því leyti sem þau snerta
umræðuefni þessa kafla: Líf í Guði. Samkvæmt skilgreiningu orðsins
mýstík hér að framan, er leið sakramentanna, helgiathafnanna, uppruna-
lega einn þáttur í hinni mýsdsku aðferð að komast í samlíf við
guðdóminn. Og það er enginn vafi, að þaðan er sú aðferð komin inn í
kirkjuna. Og kirkjan hefur einmitt gert þessa mýstisku aðferð að sinni
eigin, þar sem það hefur verið hlutverk dulspekinganna (í hinni þrengri
mýsdsku merkingu) að halda á floti aðferð hinnar innri sálarlífs-reynslu,
sem aldrei hefur fengið opinbera viðurkenningu á borð við hina.
Rannsókn Nýja testamentisins hefur leitt í ljós, að Jesús hefur ekki
notað eða mælt með leið sakramentanna til að ná sambandi við Guð,
heldur var það fjarri honum, að maðurinn þyrfti með nokkurra efnislegra
hluta sem milliliðs milli sín og föðurins himneska. „Hann hefur ekki þekkt
nein sakramenti: skírn Jóhannesar hefur hann ekki haldið við, og
kvöldmáltíðin var honum í hæsta lagi spádómur um dauða hans og
táknmál um hann, mótað af hinni fornu sögu og hinni eilífu von þjóðar
hans” (Weinel: Theologie, bls. 72). Skírnarboðið í niðurlagi Matteusar-
guðspjalls er seinni viðbót, og ekki runnið frá Jesú sjálfum, eins og sést
meðal annars af því, að framan af var aðeins skírt tíl nafns Krists, en ekki
í nafni föðurs, sonar og heilags anda (Post. 2,38, 8,16, 19,5) og áður
hefur verið minnst á afstöðu Páls tíl skímarboðsins. Kvöldmáltíðin virðist
hafa meiri stoð í orðum Jesú, en eins og fyrr hefur verið drepið á, er sú
stoð harla veik þar sem hin upprunalegu orð virðast ekki gefa neitt tílefni
til að draga út af þeim mýstíska eða sakramentala merkingu. Er af
118