Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 126
Bjöm Magnússon
Hér að framan hefur eingöngu verið rætt um bænina sem samskipti
einstaklings við Guð. En þar er ekki nema hálfsögð sagan. Bænin er ekki
síður samfélagsatriði milli mannanna innbyrðis og þeirra sem heildar
gagnvart Guði. Þetta felst einmitt í eðli bænarinnar sem kærleiks-
samfélags við Guð. Enginn getur verið heill í elsku sinni til Guðs, nema
sú sama elska birtist gagnvart meðbræðrum hans. „Ef vér elskum hver
annan, þá er Guð stöðugur í oss, og kærleikur hans er fullkomnaður í
oss” (I. Jóh. 4,12). Fullkomið samlíf við Guð hlýtur að byggjast á því, að
Guð hafi yfirbugað oss með elsku sinni, þeirri skilyrðislausu elsku, sem
elskar að fyrra bragði án verðskuldunar né launa, en sú elska hlýtur að
verka út á við til meðbræðranna. Hún krefst samfélags. Maðurinn er
samfélagsvera, og sá sem er gripinn af elsku Guðs, er það öðrum fremur.
Sem félagsatriði verður bænin sambæn. í sambandi við hana rísa upp
ýmsir örðugleikar, enda þótt hún sé, hugsæilega séð, hámark bænarinnar.
Það er grundvallarskilyrði sannrar bænar, að maðurinn sé heill og sannur
í bæninni, leggi allan kraft sinn fram í henni, opni sig gjörsamlega í
auðmýkt og trausti. Að því leyti, sem bænin hefur skynsamlegt innihald,
sem manninum er þörf að bera fram (hvort sem það er beiðni, þökk,
lofgjörð, fyrirbæn eða annað), er honum mögulegt að tjá öðrum innihald
bænar sinnar og gera hann hluttakandi í því, svo framarlega sem það
innhald er í samræmi við þörf hins. Skilyrði þess, að sambæn geti átt sér
stað er því sameiginleg þörf þátttakenda, eða a.m.k. hneigð (dispositio) tíl
slíkrar þarfar, svo að hægt sé að vekja hana viðstöðulaust. Tjáning eins
getur þá vakið sömu þörf hjá öllum, svo að hún brjótist út í bæninni, sem
eðlilegri móttöku þess guðlega kraftar, er fullnægir þörfinni. Sú tjárnng
mun jafnaðarlegast vera bundin í orð, hugsanlegt er, að hún sé það ekki,
þar sem um fyllilega samstílltar sálir er að ræða, sem geta runnið saman í
einn farveg án þess að tjáningu orðanna þurfi til leiðbeiningar. Sú
sambæn er fullkomnust, en ekki eru að jafnaði skilyrði fyrir henni fyrir
hendi, þar sem sambæn er algengust, í guðsþjónustum safnaðanna. Þá eru
orðin nauðsynleg. Og til þess að geta sameinað hina sundurleitu aðilja,
sem oft eiga hlut að máli í kristilegri sambæn, er nauðsyn, að efni
bænarinnar sé annað hvort sérstakt áhugamál heildarinnar (svo sem verið
getur fyrirbæn, þakkargerð o.fl.), eða svo almenns eðlis, að allir þeir er
vilja sameinast í þeirri bæn til Guðs, geti sameinast um það. Ennfremur
er æskilegt, og jafnvel nauðsynlegt, að bænin sé mótuð í sem einföldust og
eðlilegust orð, svo hver sá er þátt tekur í bæninni, getí án þvingunar
fylgst með orðunum og lagt hug sinn fram í slíka tjáningu. Sígilt dæntí
sambænar er bænin „faðir vor”, hið eina dæmi um form guðsdýrkunar,
sem vér eigum frá Jesú sjálfum.
Það leiðir af framansögðu, að sú ein fyrirfram samin bæn á rétt á sér,
sem uppfyllir þau skilyrði, sem hér hafa talin verið að sambæn þurfi að
uppfylla. Utanaðlærðar bænir og þær sem lesnar eru eða hafðar eftir
öðrum, ná því aðeins tilgangi sínum, að allir þátttakendur geti orðið
snortnir af þeim tíl virkrar þátttöku, hrifist með til þess samlífs við Guð,
sem er kjarni og tílgangur bænarinnar. Sambæn, sem samtal hóps manna
124