Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 146

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 146
Bjöm Magnússon Kant á siðfræði 19. aldarinnar. Hann byggði á hinu skilyrðislausa skylduboði, í andstöðu við heillakenningar hinna ensku siðspekinga (Bentham, Hume). „Ekkert er gott nema hinn góði vilji.” Hinar heimspekilegu siðakenningar reyndu að undirbyggja siðgæði mannsins á náttúrlegu eðli hans einu saman, án tillits til hins trúarlega lífs. Þær héldu fram, að maðurinn hefði lögmál hins góða í sjálfum sér (Autonomie), og eingöngu þyrfti að leiða mönnum fyrir sjónir skynsam- leik þess að breyta rétt. Schleiermacher benti aftur á samband hins trúarlega og hins siðferðilega. Jesús væri hin siðgóða fyrirmynd, og til að fylgja dæmi hans þyrfti maðurinn að hafa samband við þann andlega mátt, sem veitti honum hans siðferðilega þrek. Þetta stutta yfirlit yfir sögu hinna kristilegu siðakenninga hefur verið gefið hér vegna þess, að það tilheyrir sögu kristindómsins „frá öndverðu til vorra daga”, en ekki vegna þess, að af því megi dæma um það, hvernig hið guðlega líf sem er innsti kjarni kristindómsins, verkar í heiminum. Það er að miklu leyti óreynt ennþá, og sést síst af kenningunum um siðgæðið. En þær benda þó í áttina til þess, hvert höfuðstefnan hefur legið á hverjum tíma. Hitt er óskráð saga, hvernig hið kristilega siðgæði hefur birst í lífi einstaklinganna, að öðru leyti en því sem hana má finna út úr æfisögum einstakra manna, sem hafa verið gripnir af anda Krists, og í þeirri auknu mannúð og bræðralagi, sem þrátt fyrir allt hefur fylgt í fótspor kristindómsins. En það má segja, að sú birting hins kristilega siðgæðis hafi orðið þrátt fyrir hinar mismunandi siðakenningar, og ekki vegna þeirra, heldur fyrir það að andi Krists hefur með boðun kenningar hans og iðkun þess guðssamfélags, sem hann innleiddi í aukinni dýpt og innileik, smátt og smátt gagnsýrt mannfélagið með súrdeigskrafti guðsríkisins. Þegar allt kemur til alls, er ekki mikið jákvætt á siðasögu kirkjunnar að græða. Hún hefur verið misjafnlega langt frá hugsjón meistarans, en yfirleitt ekki náð anda hans, hinu frjálsa siðgæði guðsbarnsins. Það hafa verið taldar upp dyggðir og skyldur, stundum þessar, stundum aðrar í fyrirrúmi, og lögð misjafnlega þung viðurlög við vanrækslu þeirra og lofað misjafnlega fýsilegri umbun fyrir að framfylgja þeim, en hinn innri kraftur, sem einn getur vakið hið hreina siðgæði, hann hefur ekki komið fyrir þær aðgerðir. Hann hefur verið að verki, þrátt fyrir það, því hann verður ekki kæfður. Og kirkjan hefur með kenningum sínum unnið mikið verk í því að halda dýrseðli mannsins í skefjum, og það verk er út af fyrir sig mikils virði, — en það er allt annað heldur en siðgæði Jesú. Þegar öllu er á botninn hvolft, er það réttlæti fræðimannanna og Faríseanna, sem oftast hefur verið boðað. „Með siðfræði kristindómsins á ég við siðfræði Nýja testamentisins, og einkanlega guðspjallanna. Eftir þann tíma hef ég enga trú á að kirkjan hafi verið trú stefnuskrá sinni” (Inge, Ethics, bls. 23). „Kröfum og eðli hans (:kristindómisins) verður aldrei fyllilega lýst né fullnægt sem „skilyrðislausu skylduboði”, hann er aldrei aðeins „ að gera skyldu vora” (sbr. Lk. 17,10). Hann er hluttaka í vilja föðurins” (Barry, bls. 143). Það er hið mikla hlutverk, sem kristindómnum er falið, ekki að laða menn til 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.