Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 151

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 151
Sérkenni kristindómsins verkun guðsandans í manninum. „Það er ekki til nema ein sönn siðgæðishvöt, sú, að maðurinn kunni sjálfur að meta gildi siðgæðisins, gleðin yfir hinu góða” (Kirn, bls. 22). Siðgæðiskröfur Jesú mæta hér ríkri þörf í hugum núlifandi kynslóðar. „Hinn besti af þeim góðu eiginleikum sem einkenna hina vaxandi kynslóð, er raunhyggja hennar og hreinskilni í meðferð allra siðgæðismála. Kirkjan verður að mæta henni í því, sem hún á best í fari sínu. Hið eina valdboð, sem með réttu er hægt að tileinka nokkrum siðakröfum eða meginreglum, er það, að þær svari í sannleika til hinna dýpstu og sönnustu þarfa mannsins” (Barry, bls. 2). Þetta frjálsa siðgæði er hið eina, sem samræmst getur kröfum Jesú um hreinleika hugarfarsins. Það er ekki nóg, að viðurkenna að grundvöllur siðgæðisins liggi í hugarfari mannsins, og reyna þó að lifa siðlega með því að hlýða boðum, sem maður myndi ekki leggja fúslega á sig sjálfur. „Það er nýtt hjá Jesú, að hann ræðst á þessa siðspillingu sem innri tvöfeldni eða hræsni” (Herrmann: Ethik, bls. 151). Þetta var einmitt réttlæti fræðimannanna og Faríseanna. Siðgæðis- hugsjón guðsríkisins er andstæða þess: hún er sá heilsteypti persónuleiki, sem gerir sjálfkrafa það, sem rétt er, sem hefur lögmál Guðs skráð í eigin brjósti, og lætur allar óskir sínar og fýsnir stjórnast af því, þannig, að í vilja hans ráði guðsviljinn öllu. Hún felur þannig í sér, að maðurinn gefi sig allan Guði á vald í frjálsu siðgæði („die völlige Hingabe an Gott in sittlicher selbstándigkeit”, Herrmann, ibid. bls. 147). Þetta gæti virst mótsögn í sjálfu sér, en er þó ekki því einmitt þegar maðurinn lætur guðsviljann ráða, þá er hann næst sínu sanna eðli, þá er það hið sannasta og besta í honum sjálfum, sem ræður. Og í einföldustu mynd sinni eru siðakröfur Jesú allar fólgnar í þessu: að maðurinn láti hið sannasta og besta í sér njóta sín. Raunskyggni hans á hið góða í manninum gerði honum kleift að setja kröfur sínar fram svo djarflega, svo órafjarri því, sem venjulegum mönnum finnst á valdi dauðlegra manna, og svo frjálst við öll boð og bönn, að mörgum þeim, sem verið hafa siðgæðisleiðtogar mannkynsins áður og síðan, mundi þykja slíkt nálgast upplausn alls siðgæðis. En Jesús hafði dirfsku til að tefla á það tæpa vað. Hann treysti Guði svo skilyrðislaust, og þess vegna líka anda hans í mönnunum, að hann þorði að samneyta syndurum og skækjum, og kveða upp úr með það, að það fólk myndi verða á undan þeim inn í guðsríkið, sem verið höfðu verðir hins strangasta siðgæðis í landinu. Hann þorði að senda burt hórseku konuna, sem siðgæðisverðir lögmálsins voru reiðubúnir að grýta, með þessum orðum: „Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú, syndga ekki framar” (Jóh. 8,11). Með þessu er í raun og veru svarað þeim mótbárum, sem fram koma gegn hinu frjálsa siðgæði guðsríkisins, sem byggt er á hinum siðgóða vilja mannsins einum saman, en ekki á boðum og bönnum, sem maðurinn finnur til sem ytri þvingunar. Þó skal vikið nokkuð að hinum helstu þeirra, og sýnt fram á, hvernig siðakröfur Jesú mæta þeim mótbárum. Fyrst skal nefna þá mótbáru, að það siðgæði, sem byggt er á innra siðaskyni mannsins, en ekki á ytri lögmálsboðum, sé ekkert annað en 149
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.