Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 152

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 152
Bjöm Magnússon kenning gamals og nýs húmanisma, að maðurinn sé mælikvarði allra hluta. Sú mótbára getur ekki byggst á öðru en þeim misskilningi, að hið frjálsa siðgæði guðsríkisins sé fólgið í því, að láta mannlega skynsemi eina ráða gerðum sínum. Húmanisminn viðurkennir engan Guð né ósýnilega tilveru, því síður að maðurinn geti haft sambönd við þau mögn. En á því sambandi byggist einmitt hið kristilega siðgæði frelsisins. Fyrir samlíf sitt við Guð, fyrir trú sína á alveldi kærleika hans, fyrir þá hugarstefnu- breytingu, að láta allt hið efnislega og takmarkaða víkja fyrir hinu andlega og eilífa, fyrir siðgæðiskraft þann, sem maðurinn öðlast í bæninni, er maðurinn fær um að lifa siðfrjálsu lífi að vilja Guðs. Allt þetta er grundvallandi í kristindómnum, en húmanisminn afneitar því öllu sem einu. Skyld þessari er sú önnur mótbára, að hið frjálsa siðgæði sé ekki annað en upplausn siðgæðis, því að þegar maðurinn eigi að stjórna sér sjálfur, laus undan böndum lögmálsboða og - banna, þá fái syndin og spillingin yfirhöndina. Gegn þeirri athugasemd kemur sú staðreynd að hér er ekki um það að ræða, að maðurinn stjómi sjálfur gerðum sínum, eins og hann er í synd sinni og spillingu, laus við áhrifin frá Guði. En hvað er þá um tollheimtumennina og hina bersyndugu? Þegar Jesús taldi þá standa nærri guðsríkinu, þá var það ekki vegna synda þeirra, heldur þrátt fyrir syndir þeirra, vegna þess, að hann fann hjá þeim vakandi syndatilfinningu, samfara móttækileik fyrir fyrirgefandi krafti Guðs. Hið frjálsa siðgæði stjórnast af samverkan Guðs og manns, þegar maðurinn finnur til andlegs snauðleika síns og leitar æðri styrks, og frjálst er það ekki fyrir það, að hið illa í manninum fái að lifa og láta, heldur fyrir það, að maðurinn er frjáls undan valdi hins illa, sem er honum gagnstætt og óeðlilegt, og getur látið hið góða og guðlega, sem er honum hið eiginlegasta, ráða í lífi sínu. Þá kann að verða mælt gegn því, að tala um siðgæði mannsins sem frjálst, með þeim rökum, að þá sé ekki tekið tillit til hinnar hörðu staðreyndar mannlífsins, syndarinnar. Þessi rök eiga rétt á sér, ef svo er litið á, að eðli mannsins sé gjörspillt, og í honum búi enginn ódauðlegur neisti guðlegs anda. En sú skoðun er ekki samræmanleg kenningu Jesú um manninn sem barn Guðs og um óendanlegt gildi hverrar mannssálar, og kemur því ekki til greina, þegar rætt er um kristilegt siðgæði, eins og Jesús boðar það. Og þá er um leið fallin sú mótbára um syndina, sem nefnd var. Því sé hið góða í manninum sterkara en syndin, sé hann í innsta eðli sínu barn Guðs, þá hefur hann möguleika til að sigrast á syndinni; og hugsjón guðsríkisins getur ekki orðið að veruleika, nema að því skapi, sem mönnum tekst að sigra syndina. Hins vegar tekur einmitt hið kristilega siðgæði fullt tillit til syndar mannsins og breyskleika, þar sem það leggur áherslu á nauðsyn þess, að maðurinn segi algjörlega skilið við syndina, losi sig alveg undan fjötrum hennar, verði frjáls undan valdi hennar. Iðrunin er upphaf guðssamfélagsins, sem er aftur aflgjafi hinnar siðfrjálsu breytni. Öll bygging þessarar ritgerðar er miðuð við að sýna það, hvemig þetta bindur allt hvað annað, guðsþekkingin, guðssamfélagið 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.