Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 172

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Blaðsíða 172
Bjöm Magnússon leiðinlegt né fjarri hugarefnum manna. En hið besta efni má ónýta með daufri, tilbreytingarlausri og svæfandi framsetningu. Með því að tengja boðskapinn við þau svið hins daglega lífs, sem áheyrendunum eru kunn og hugstæð, er hægt að gera háleitt efni aðgengilegt hverjum og einum og vekja áhuga fyrir því, án þess þó að gera það hversdagslegt, því ekki má slíkt gerast af smekkleysi. Prédikarinn þarf að vera fjölfróður um hvers kyns vísindi, „ekki til þess að láta þau þvælast fyrir sér, heldur til að hagnýta þau í sambandi við hið eina nauðsynlega” (Gladden, bls. 117). Þannig geta öll svið lífsins komið til meðferðar af prédikunarstólnum, og eiga að koma til meðferðar, til þess að varpa ljósi kristindómsins yfir lausn þeirra vandamála, sem hver tími á við að glíma. Kristindómnum er ekkert mannlegt óviðkomandi, og ef prédikarar hans fara eftir því, þá munu ekki heldur prédikanir þeirra verða óviðkomandi neinu mannlegu. „Atvinnumálin, frá öllum sínum siðfræðilegu sjónarmiðum; vandamál fátæktar og örbirgðar; meðferð glæpastétta; heilbrigðismálin, sérstaklega með tilliti til velferðar þess fólks, sem lifir í skuggahverfum; uppeldismálin, með sérstöku tilliti til áhrifa uppeldis á skapgerðina; afskipti héraðsstjórna af opinberu velsæmi; siðferðileg áhrif stjórnmála- aðferða og ráðstafana, — öll slík mál sem þessi munu vekja heitan áhuga hugsandi manna og kvenna, ef þau eru rædd af skynsemd og hófstillingu” (Gladden, bls. 122). Þessi orð sýna lítið brot af því, sem til greina getur komið að kristindómsboðunin taki til meðferðar, og heimfæri hugsjón Krists til; á einum stað er þetta aðkallandi, á öðrum stað annað. Prédikunin þarf að taka á hinum lifandi málum fólksins, og kenna því að láta hina æðstu þekkingu og hið innra líf frá Guði verka út í hin sundurleitustu viðhorf daglega lífsins, „hún verður að leitast við að fylgja kröfunum fram í einstökum atvikum hins daglega lífs, til að mæta öllum undanfærslunum, hinum furðulega skorti á samræmi í lífi einstaklinga og samfélags, á áhrifaríkan hátt” (Schian, Theologie, bls. 218). Þetta verður einnig til að gefa ræðunni áhrif. En til þess stuðlar ennfremur flutningur hennar, viðeigandi áherslur, lifandi hrifning sjálfs ræðumannsins, sem hrífur söfnuðinn með sér, en umfram allt: persóna þess, er talar. Hann verður að vera maður til að bera uppi það, sem hann segir, ef ekki með yfirburðum í trú og siðgæði, — sem vissulega er ómissandi — þá a.m.k. í auðmýkt og hreinskilni. Prédikarinn má ekki setja sig í sess hins stranga dómara gagnvart söfnuði sínum, nema hann hafi sérstakan persónuleika til þess. Söfnuðurinn verður að finna, að prédikarinn sé hreinskilinn, sannur og heill í starfi sínu. Annað spillir áhrifum hinnar bestu prédikunar, og eru dæmi þess deginum ljósari, og ónýtir að mestu aðra góða hæfileika. b) Bama- og unglingafræðsla Hin grundvallandi boðun kristindómsins í kristnum löndum er kristin- dómskennsla barna og unglinga. Með ungbarnaskírninni eru börnin tekin í félag kristinnna manna þegar í fyrstu bemsku, og með því tekur kirkjan 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.