Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 6
5
HiNN REiKNAði HEiMUR: PENiNGAR OG GiLdi
einstaklingum veruleika sem þeir eru nauðbeygðir til að hlíta og miða sig
við og sem að lokum mótar sjálfsmynd þeirra líka. Okurkarlinn Sigurður
Berndsen verður táknmynd okursins eins og það birtist sem skammarlegt
athæfi en um leið óhjákvæmilegt í samfélagi sem bindur athafnalíf, hvort
sem það snýst um viðskipti eða sköpun, á klafa þeirra reglna sem fjár-
magnið setur. Skömm og nauðsyn okurlána á sjötta áratug síðustu aldar er
grótesk en sama gildir um fjármálaheim fyrsta áratugar þessarar aldar, þar
sem ofbeldi og yfirráð yfir tíma eru samofin skuldinni sem verkefni Evu og
aðstoð bankans búa til.
Eyja M. Brynjarsdóttir skrifar í greininni „Blóðsykur, vinnuvikur, mæli-
stikur: Um peninga, vinnu og verðmæti“ um gallana við að nota peninga
sem mælikvarða á gildi, hvort sem um er að ræða hluti eða vinnu, og heldur
því fram að peningar séu bæði óstöðugur mælikvarði og að óljóst sé hvað
þeim sé ætlað að mæla. Grein Eyju færir peningaumræðuna frá völdum og
yfirráðum til spurningarinnar um mat. Það er algengur hugsunarháttur
í opinberri umræðu samtímans að gildi sé best metið ef hægt er að færa
umræðuna um það yfir á verðgildi og setja gildaumræðu í fjárhagslegt eða
hagfræðilegt samhengi. Þetta höfum við séð hér á landi í deilum um gildi
náttúrunnar og þegar tekist er á um þau sjónarmið sem eigi að ríkja um
langtímaáætlanir stjórnvalda, t.d. á sviði virkjunarmála. Eyja dregur fram
vandkvæði þess að smætta gildaumræðu með þessum hætti.
Tvær þýðingar sem birtast í þessu hefti tengjast þemanu á ólíka vegu.
Grein Georgs Simmel um stórborgina og andlegt líf frá 1903 („die
Großstädte und das Geistesleben“) er klassískur texti og vel þekktur innan
borgarfræði, menningarfræði og fleiri greina hug- og félagsvísinda. Þar
greinir Simmel stórborgina sem fyrirbæri nútímamenningar. Áhersla hans
er á greiningu hins magnbundna þar sem hlutverk peninga er ekki síst að
fjarlægja mat á gildi hins persónulega og tilfinningalega. Menningarum-
hverfi stórborgarinnar einkennist af fálæti þar sem skiptigildi er eini
skiljanlegi mælikvarði verðmæta. Það er mikill fengur að vandaðri þýðingu
þessarar greinar Simmels fyrir íslenska lesendur, ekki síst háskólanema.
Greininni er fylgt úr hlaði með ítarlegum inngangi Benedikts Hjartarsonar
sem er annar þýðandi hennar.
Síðari greinin sem hér birtist í íslenskri þýðingu er næstum heilli öld
yngri. Það er grein Juliu O’Connell davidson frá 2002, „Rétt og rangt
um vændi“ („The Rights and Wrongs of Prostitution“), en hún fjallar um
vændi og vöruvæðingu kynlífs. Greinarnar tvær kallast á: Í þeim báðum