Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 253
252
og kynjaðar verur erum við áfram að mestu bundin við okkar félagslega
samhengi, persónusérkennin afleiðing af okkar stöðu innan kynferðislegs
samfélags og kynjaðs stigveldis.
Marx hélt því fram að í athöfninni sem felst í vöruskiptum, „endur-
speglar hver einstaklingur sjálfan sig sem hinn einskorðaði og ríkjandi
(ákvarðandi) hugur í vöruskiptunum. Með þessu móti er algert frelsi ein-
staklingsins framsett“.43 Kynlífsróttæklingar styðjast við þennan smáborg-
aralega tilbúning varðandi vændi og ímynda sér að með því að skipta pen-
ingum fyrir vöruvætt kynlíf, sé einstaklingurinn frelsaður frá sínu fasta
sambandi við kynferðislega samfélagið, er viðurkenndur sem kynferðislegt
sjálf og frelsaður endanlega. En allt slíkt „frelsi“ er háð tilvist sérstakrar og
mjög ójafnrar samsetningar pólitískra, fjárhagslegra og félagslegra tengsla,
þar sem fólk almennt „kýs“ hvorki launavinnu né vændi nema því sé mein-
aður aðgangur að öðrum leiðum til lífsviðurværis. Það er aðeins „frelsi“ til
að gefa mynd af sjálfinu með róttækri sértekningu frá félagslegum valda-
tengslum og verða að „alræðishuga.“ Við þurfum á annarri sýn á sjálfið að
halda. Eins og Laura Brace hefur orð á þurfum við að „fara handan við
hina frjálslyndu hugmynd um sértekna einstaklinga, án þess að drekkja
hinum fullvalda huga í djúpi óaðgreiningarinnar“.44
Sjálfsfróun gæti boðið uppá gagnlegan upphafspunkt í því augnamiði
að endurskoða hið fullvalda kynferðislega sjálf. Notkun vændisfólks er
hægt að skýra að stórum hluta sem svar við félagslegri gengisfellingu á
sjálfsfróun og kynlífsórum, hvernig dregin er upp mynd af sjálfsfróun
sem tegund af kynlífstjáningu og reynslu sem einfaldlega „telur ekki.“
En eins og Paula Bennett og Vernon Rosario halda fram, „Að höftum
hefðbundinna fjölgunarhátta slepptum, er einveruleg ánægja í grunninum
skapandi form kynferðislegrar hegðunar, sem hefur djúpar rætur í sköp-
unarferlinu og er þess vegna undirstöðuatriði fyrir margt sem er gott og
gefandi í mannlegu lífi“.45 Ef sjálfsfróun væri viðurkennd á þennan hátt,
þá myndi það fela í sér stórkostlega möguleika til jöfnuðar. Við mynd-
um ekki deila um það hvort fatlað fólk þyrfti „kynlífsstaðgengla“, heldur
frekar leggja áherslu á nauðsyn þess að þróa og gera aðgengilegar tækni-
43 Sama heimild, bls. 59.
44 Laura Brace, „imagining the Boundaries of a Sovereign Self“, Reclaiming Sov-
ereignty, ritstj. Laura Brace og John Hoffman, London: Pinter, 1997, bls. 137.
45 Paula Bennett og Vernon Rosario, „The Politics of Solitary Pleasures“, Solitary
Pleasures, ritstj. Paula Bennett og Vernon Rosario, New york: Routledge, 1995,
bls. 15.
JULiA O’CONNELL dAVidSON