Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 224
223
STÓRBORGiR OG ANdLEGT LÍF
krefjast ef svo má segja minni vitundar en hröð samþjöppun síbreytilegra
mynda, þegar stutt er á milli þáttanna sem rúmast innan sjónsviðs manns-
ins eða hughrif dynja óvænt á honum. Stórborgin mótar þessi sálfræðilegu
skilyrði – í hvert sinn sem gengið er yfir götu, með hraða og margbreyti-
leika efnahagsins, atvinnulífsins og samfélagsins – og þannig myndar hún í
sjálfum skyngrunni sálarlífsins, í þeirri eind vitundarinnar sem hún reynir
á vegna þess að við erum mismunarverur, skýra andstæðu við smábæinn
og lífið í sveitinni þar sem gangur hins skynræna og andlega lífs er hægari,
vanabundnari, og flæði hans jafnara. Einmitt hér má fá skilning á vits-
munalegri gerð sálarlífsins í stórborginni samanborið við lífið í smábæn-
um, sem hverfist mun fremur um kenndir og tilfinningatengsl. Ástæðan
er sú að þessi tengsl eiga rætur í dýpri lögum sálarlífsins og spretta jafnan
af hæglátum stöðugleika vanafestunnar. Skilningurinn liggur aftur á móti
í efstu lögum sálarlífsins, sem eru gegnsæ og meðvituð, hann er það innra
afl okkar sem býr yfir mestri aðlögunarhæfni. Hann þarf hvorki röskun né
innra umrót til að laga sig að sviptingum og andstæðum birtingarmyndum,
en einungis stöðugra sálarástand getur haldið takti þeirra. Þannig þróar
manngerð stórborgarbúans – sem vitaskuld er til í þúsundum einstaklings-
bundinna afbrigða – skilningarvit til að verjast rótleysinu, ógn straumanna
og glundroðans í umhverfinu. Hann bregst ekki við umhverfinu með til-
finningum heldur fyrst og fremst með skilningi, en mögnun vitundarinn-
ar, sem spratt af þessari sömu orsök, lætur skilninginn sitja í fyrirrúmi.
Viðbrögðin varpast yfir á það sálræna skilningarvit sem er síst næmt og
lengst frá djúpum persónuleikans. Áherslan á skilninginn, sem tengdur er
varðveislu hins huglæga lífs andspænis nauðung stórborgarinnar, tvístrast
og tekur á sig margvíslegar myndir. Stórborgirnar hafa frá upphafi verið
miðstöðvar peningahagkerfisins vegna þess að margbreytileiki og sam-
þjöppun viðskiptanna ljær gjaldmiðlinum mikilvægi sem smátæk viðskipti
sveitalífsins bjóða ekki upp á. Peningahagkerfið og drottnunarvald skiln-
ingsins eru aftur á móti nátengd. Það sem þau eiga sameiginlegt er algjör-
lega hlutræn meðferð á fólki og hlutum, þar sem formlegt réttlæti fer oft
saman við vægðarlausa harðneskju. Sá sem metur allt út frá skilningi lætur
sig engu varða allt það sem er í eðli sínu einstaklingsbundið, vegna þess að
af því spretta tengsl og viðbrögð sem rökskilningurinn kemst ekki til botns
í – á sama hátt og hið einstaka í birtingarmyndunum fellur ekki undir lög-
mál peninganna. Ástæðan er sú að peningar spyrja aðeins um það sem þær
eiga allar sameiginlegt, um skiptigildið sem jafnar út alla eiginleika og sér-