Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 97
96
Við lestur á tíunda spjaldi breytist svipur konunnar, hún setur í brýnnar og
áherslubreytinga verður vart í rödd hennar.29 Á spjaldinu stendur: „Aðeins
fjallið hinum megin við fjörðinn var svart og varpaði skugga sínum langt
út á sjóinn.“ (132) Af áherslunum mátti greina meiri áhuga en fyrr en
konan orðar viðbrögð sín við textanum svo:
þetta er einhver háskaför greinilega. Þarna er eitthvað að fara að
gerast. Manni finnst eins og það sé ... Það er ekki lengur þetta sól-
skin, nú er bara skugginn af fjallinu.
Flestir renndu hratt í gegn um textann á fyrstu tíu spjöldunum sem
þeim voru rétt, en eftir að hafa staðið frammi fyrir skugganum af fjallinu
hægðist lítið eitt á lestrinum og jafnframt virtust menn lesa af meiri áhuga
en fyrr, sem birtist í því að viðbrögð við textanum á spjöldunum sem í kjöl-
farið komu voru nákvæmari og í lengra máli. Það má ef til vill skýra með
því að lesendur hafi þurft að skoða sig svolítið um í söguheiminum, kanna
aðstæður og forsendur, áður en þeir gátu hugsað sér að ferðast þangað. Þó
eru fáein atriði á tíunda spjaldi sem vert er að staldra við en þau virðast
hafa krækt í hvern lesandann á fætur öðrum.
Eitt af því sem þarf að vera fyrir hendi ef tilfærsla á að eiga sér stað er
að menn sjái persónur, umhverfi og aðstæður fyrir hugskotssjónum sér (e.
mental imagery). Myndir af einhverjum toga þurfa með öðrum orðum að
rísa í hugum lesenda þegar texti er lesinn. Í textabrotinu sem fyrr var nefnt
bregður fyrir skugga í söguheiminum í fyrsta sinn, og skugginn myndar
nokkuð augljósa andstæðu við sólskinið og birtuna er einkennir textann
sem á undan fer. Skuggi og myrkur eru einatt neikvæð fyrirbæri í hugsun
og máli á meðan birtan er jákvæð.30 Hugtakslíkingar eins og illska er
myrkur, gæska er birta, lýsa af þekktum frösum eins og að eiga sér myrka/
dökka hlið eða að birtu stafi af einhverjum. Hin jákvæðu einkenni birtunnar
koma líka fram í því að menn eru sólarmegin í lífinu þegar vel gengur en
neikvæðni myrkursins í því að þeir sem standa í skugganum þykja ekki jafn-
lukkulegir; þeir eru utangarðs í samfélaginu eða glíma við þyngsli, svo að
eitthvað sé nefnt. Fjallið, sem lesendur sjá nú rísa í landslagi sem fram til
þessa hefur virst nokkuð flatt og greiðfært, kann því að orka eins og fyr-
29 Þessar vísbendingar gefa tilefni til að notast sé við myndbandsupptökuvélar til að
mæla og skrásetja líkamstjáningu þátttakenda við næstu rannsókn.
30 Sbr. t.d. George Lakoff, „Metaphor, Morality, and Politics, Or, Why Conservatives
Have Left Liberals in the dust“, Social Research 2/1995, bls. 177–213, hér bls.
184.
Bergljót Soffía • guðrún • Sigrún Margrét