Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 38
37
einn fyrrum stjórnmálamaður á eftirlaunum – Jónas Jónsson frá Hriflu –
hleypti málinu upp þegar hann birti grein í blaði sínu Ófeigi í lok febrúar
1955 er bar heitið „Átján milljónir í Austurstræti“. Þar skýrði Jónas frá
brasinu í Blöndalsbúð með svo furðanlega nákvæmum hætti að hann hlaut
að hafa heimildarmenn í innsta hring. Í greininni lýsti Jónas því hvernig
okurlánararnir væru neyddir til þess að fallast á þá afarkosti sem bankarnir
settu þeim:
Aðstaða okraranna var hættuleg fyrir þá sem verknaðinn frömdu, ef
sakir voru sannaðar, en bak við þá stóð enn fjölmennari hópur ráð-
settra heiðursmanna, er vilja ekki vamm sitt vita, en láta fé til okrara
til að ávaxta það með hærri vöxtum heldur en sparisjóðir og bankar
greiða. Okrararnir eru þess vegna einskonar bankastjórar fyrir þessa
eignamenn. […] Allir þessir menn heimtuðu frið, sættir og þögn um
málið og vildu allt til vinna að ekki kæmi til opinberrar rannsóknar
og hegningardóma.7
Þessi uppljóstrun Jónasar hratt af stað svo ákafri opinberri umræðu um
okur lán að stjórnmálin urðu að bregðast við. Sérstök rannsóknarnefnd var
kosin einróma á Alþingi þann 22. mars 1955 til þess að skoða okur. Og í
því framhaldi hófst rannsókn er skilaði 7 ákærum og 4 dómum fyrir okur-
lán, sem áður er á minnst, og eru nú helstu skjalfestu heimildirnar um hið
óformlega lánakerfi sem var þekkt undir samheitinu okurlán.
Hér eru settar fram tvær tilgátur um tilurð okurlánakerfis – sem raunar
styðja hvor aðra. Sú fyrri tengist því að eftir fullveldi árið 1918 varð íslenska
krónan að sjálfstæðri mynt með mun hærri markaðsvöxtum en þegar land-
ið var hluti af danmörku, meðal annars vegna þráláts verðóstöðugleika
og áhættuálags innan hins nýja myntsvæðis. Pólitísk, eða samfélagsleg,
viðmið um „sanngjarna“ vexti voru hins vegar ekki aðlöguð í kjölfarið.
Ísland hafði búið við dönsk ákvæði um hámarksvexti af veðtengdum lánum
er miðuðu við danska myntsvæðið. Í stað þess að aðlaga þau lög að nýjum
veruleika á nýju myntsvæði voru hin gömlu dönsku staðfest með okurlög-
unum árið 1933 og gengið skrefinu lengra með því að lögfesta hámarks-
vexti af óveðtengdum lánum, líkt og víxlum, sem voru lægri en raunveru-
legir markaðsvextir. Þetta sést meðal annars af því að íslenska ríkið sjálft
gat ekki fjármagnað sig með frjálsum markaði með vöxtum er voru innan
7 Sjá „Átján milljónir í Austurstræti“ , Ófeigur Landvörn, 12. árg., 1.–2. tbl, 1955, bls.
13.
OKURMÁLiN Í AUSTURSTRæTi