Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 148
147
slætti. Við erum stödd hér á guði og gaddinum – atvinnulaust fólk
sem veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér, háskólafólk sem
horfir á grundvöll allra gilda gliðna, iðnaðarmenn sem fá ekki notið
sinna handa, anarkistar, sósíalistar, markaðshyggjumenn, listamenn
og vörubílstjórar, sjómenn, læknar, blaðamenn og kennarar, bálreið-
ar ömmur og hugstola afar, krakkar, mömmur, pabbar – fólk – fólk
þar sem hver og einn kemur úr sinni átt þjóðlífsins og finnur hjarta
sitt slá um stund hér á guði og gaddinum í takti við hjörtu samborg-
aranna í æðaslætti þúsundanna.28
Þó ræða Guðmundar sé innblásin hvatningarræða á fjöldafundi, en ekki
hugsuð til útgáfu eða greiningar, leiðir hún fram ákveðna virkni hávaða
mótmælanna: að styrkja fólk, hugga og efla andann. Um leið er hávaðinn
útrás fyrir tilfinningar sem tengjast hruninu og vonbrigði með viðbrögð
valdhafa og stofnana við því.
Ógn og ofbeldi
Það er alveg sama á hvaða vinnustað þú ert, hvort sem það er Alþingi
Íslendinga eða annars staðar, og það er mikil háreysti eða læti í kringum
vinnustaðinn, þá truflar það þig. Ég sagði í morgun (í gær) að mikið
rosalega væri ég orðinn þreyttur á þessum svissnesku kúaklukkum sem
dundu þarna.29
Þegar hlustað er eftir hljóðheimi mótmæla, hvað þá byltinga, eru það
ólík hljóð sem heyrast og fer það einnig eftir afstöðu hlustandans hvað
hann nemur. Um merkinguna geta jafnvel staðið túlkunarátök. Þannig er
„hávaði“ hugtak sem Attali notar í jákvæðri merkingu, í það minnsta ekki í
þeirri neikvæðu sem algengari er, þegar þeir sem völdin hafa geta skilgreint
það sem truflun, brenglun eða jafnvel fyrirboða um ofbeldi. Hávaðinn er
þá skilinn sem ógn við ríkjandi fyrirkomulag, við ríkjandi ástand og skoð-
anir, og því mætir hann alltaf andstöðu þeirra sem vilja standa vörð um það
sem fyrir er. Hávaði merkir einmitt í íslensku „sá sem veður hátt“ og er
náskylt hugmyndinni um uppivöðslusemi, að „vaða uppi“.
Búsáhaldabyltingin var hávær og aðgerðirnar voru harðari og áhrifa-
28 Guðmundur Andri Thorsson, „Ræða á Austurvelli 24. janúar 2009“.
29 Geir Jón Þórisson, Samantekt á skipulagi lögreglu, bls. 134. Tilvitnun í Jón Magn-
ússon, alþingismann.
HÁVAði BÚSÁHALdAByLTiNGARiNNAR