Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 91
90
Þar eð ýmsir hugvísindamenn hafa áhyggjur af að hið þverfaglega kunni
að skyggja á hið faglega, og dragi úr fjölbreytni, er vert að minna á að það
er engin nýjung að þeir sem rannsaka bókmenntir tileinki sér nýja þekk-
ingu á öðrum sviðum – án þess að það dragi úr áherslunni á séreinkenni
fræðasviðsins.22
Almennt um kannanirnar tvær
Kannanirnar tvær gerðum við sumarið 2012 og athuguðum tilfinn-
ingaleg viðbrögð fólks við skáldskap. Í annarri rannsókninni sem Sigrún
Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdi lásu þátttakendur heilt skáldverk,
smásöguna „Grimmd“ eftir Halldór Stefánsson en í hinni, sem Guðrún
Steinþórsdóttir annaðist, tvö brot úr ólíkum skáldsögum, annars vegar
Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson og hins vegar Samastað í tilverunni
eftir Málfríði Einarsdóttur.23
Í erlendum könnunum er algengt að stúdentar og jafnvel stúdentar í
bókmenntum séu einu þátttakendurnir en okkur fýsti að forvitnast um við-
brögð fólks utan háskólans ekki síður en innan hans.24 Ísland hefur nokkra
sérstöðu sem rannsóknarland þar eð nálægð manns við mann veldur því
að auðvelt er að ná í mjög blandaðan rannsóknarhóp og það færðum við
okkur í nyt. Alls tóku 20 manns þátt í hvorri könnun fyrir sig. Í hópnum
sem lásu smásöguna „Grimmd“ voru þátttakendur á aldrinum 20 – 73 ára,
í eðlisfræði, stærðfræði og heimspeki en Burguete í lífefnafræði, sögu og vís-
indaheimspeki.
22 Um áhyggjur manna sjá t.d. Geoffrey Galt Harpham, „defending disciplines in
an interdisciplinary Age“, College Literature 2/2015, bls. 221–240. Einnig má nefna
Frank Kelleter sem er uggandi jafnt vegna áhrifa taugafræði sem ný-darwinisma
á bókmenntarannsóknir, sjá Frank Kelleter, „A Tale of Two Natures: Worried
Reflections on the Study of Literature and Culture, in an Age of Neuroscience
and Neo-darwinism“, Journal of Literary Theory 1/2007, bls. 153–189. Í bók-
inni Scientific Methods for the Humanities er hins vegar gagnlegur kafli um ýmsar
ranghugmyndir manna um empírískar menningarrannsóknir, sjá Willie van Peer,
Frank Hakemulder og Sonia Zyngier, „Some misconceptions about scientific and
empirical research of culture“, Scientific Methods for the Humanities, Amsterdam og
Philadelphia: John Benjamins Publishing, 2012, bls. 21–30.
23 Sjá Halldór Stefánsson, „Grimmd“, Sögur, Reykjavík: Mál og menning, 1989;
Gunnar Gunnarsson, Fjallkirkjan, 4. útg. Reykjavík: Mál og menning 1997 og
Málfríður Einarsdóttir, Samastaður í tilverunni, endurpr., Reykjavík: Forlagið 2008
[Ljóðhús 1977].
24 Sjá t.d. david Miall og don Kuiken, „Foregrounding, defamiliarization, and affect:
Response to literary stories.“, bls. 37–58; Keith Oatley, Such Stuff as Dreams: The
Psychology of Fiction, Oxford: John Wiley & Sons 2011.
Bergljót Soffía • guðrún • Sigrún Margrét