Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 247
246
til að láta þessa blætisdýrkun eftir sér. Ef við getum sagt „hvað með það?“
varðandi þá staðreynd að einhverjum finnist gott að fróa sér yfir skó, þá
getum við vissulega einnig sagt „hvað með það?“ um þá staðreynd að hann/
hún gæti þurft að láta sér nægja draumóra um skó meðan á sjálfsfróun-
inni stendur, frekar en að telja það bráðnauðsynlegt að koma á félagslegri
stofnun sem myndi tryggja henni/honum aðgengi að skó í hvert skipti sem
löngunin til að fróa sér yfir skó myndi koma upp.
Á sama tíma veitir róttæka kynlífskenningin ekki næga athygli þeirri
staðreynd að „tal um kynlíf er að stórum hluta um annað en líffæri, lík-
ama og ánægju“.28 Með því að nota dæmið um sjálfsfróunarblæti sneiðir
Rubin framhjá þeim erfiðu málum sem koma upp af þeirri staðreynd að
kynlíf án sjálfsfróunar byggir í orðanna hljóðan á tengslum. Vissulega er
það umburðarlaust og þröngsýnt samfélag sem dæmir manneskju fyrir að
fróa sér yfir skó. En þar sem Rubin leggur áherslu á að kynlíf þurfi að vera
með samþykki, myndi umburðarlyndi hennar líklega ekki ná til ókunnugs
manns sem svo vildi til að væri í mikilli „þörf“ til að fróa sér yfir skónum
hennar þar sem þau sætu saman á Starbucks til dæmis. Eins og Califia
áskilur hún öllum bæði réttinn til þess að fullnægja sér eins og þeir vilja
og réttinn til að vera laus við að „leika píslavottinn“ með því að láta undan
öðrum án þess að það færi þeim neina persónulega ánægju. Öllum, það er
að segja, nema vændiskonunum sem í staðinn fá að gefa eftir rétt sinn til
persónulegs kynferðilegs unaðar í skiptum fyrir greiðslu.
Kjarni vændissamningsins er að vændiskonan samþykkir í skiptum fyrir
peninga eða aðra umbun að nota ekki sínar persónulegu þrár eða erótísku
áhugamál sem útgangspunkt í sínum kynferðislegu samskiptum.29 Þetta
þýðir að vændisfólk verður, í það minnsta í vinnutímanum, að samsama sig
sem Hinn, hlutgera sig, svo hver sem er hafi alltaf möguleikann á að svala
sínum erótísku „þörfum“ eftir beiðni. Með öðrum orðum gefur tilvist
markaðar fyrir vöruvætt kynlíf færi fyrir hvern sem er sem ekki er í vændi,
28 Thomas Laqueur, „The Social Evil, the Solitary Vice, and Pouring Tea“, Solitary
pleasures, ritstj. Paula Bennett og Vernon Rosario, New york: Routledge, 1995, bls.
155.
29 Þjálfaðar og faglegar vændiskonur sem starfa sjálfstætt og eru ekki fjárhagslega
þurfandi setja vissulega mörk á samskiptin (til dæmis neita viðskiptavinum sem
eru drukknir eða ógnandi, hafna beiðnum um óvarið kynlíf eða um kynlífsathafnir
sem þeim finnst sérstaklega uppáþrengjandi eða ógeðfelldar). En fáar vændiskonur
gætu haft í sig og á ef þær samþykktu aðeins kynlíf með viðskiptavinum sem þeim
fyndist aðlaðandi eða framkvæmdu aðeins athafnir sem þær teldu kynferðislega eða
sálfræðilega fullnægjandi.
JULiA O’CONNELL dAVidSON