Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Side 20
19
fjármálaauðmagns.27 Michael Heinrich, einn áhrifamesti Marx-túlkandinn
af skóla virðisformskenninga, bendir þó á að sérhver athöfn kapítalískrar
framleiðslu feli í sér spákaupmennsku þar sem kapítalistar geti aldrei vitað
fyrirfram hvort eða hve mikið virði afurðir þeirra muni útleysa.28 Þetta
er það sem bókmenntafræðingurinn Anna Kornbluh nefnir „hinn spek-
úlatíva kjarna auðmagnsins“ sem fjármálastarfsemi finnur ekki beinlínis
upp heldur nýtir sér til að auðgast á skilafrestinum sem innbyggður er í
virðisformið sjálft.29 Nákvæmara er því að segja, líkt og Joshua Clover
gerir, að fjármálaviðskipti séu „aðferð við að eyða í núinu virði vinnu sem
enn liggur í framtíðinni“.30
Það er því í vissum skilningi villandi að tala um formúlu fjármálaauð-
magnsins sem M-M´, sem gefur til kynna að varan sé alfarið dottin út úr
myndinni, og ef til vill réttara að lýsa henni svo:
M-M´-C
Þessi formúla sýnir hvernig raungervingu arðs hefur verið flýtt og hún
færð fram fyrir tilurð vörunnar í tíma, frekar en að varan hafi verið gerð
óþörf. Með öðrum orðum, ekkert magn fjármáladrifinnar auðsöfnunar
getur leyst vinnuna og hina nytsamlegu vöru af hólmi, aðeins skotið henni
á frest. Stjórnmálahagfræðingurinn Martijn Konings, sem ritar undir áhrif-
um af marxisma og nýlegum hræringum í meginlandsheimspeki, færir rök
fyrir því að fjármálauðmagni sé þannig best lýst sem samspili milli draum-
kenndrar spákaupmennsku og afar raunverulegs, harkalegs niðurskurð-
ar sem kann að vera mögulegt að skjóta á frest en er þó óumflýjanleg-
ur.31 Skáldsagan Konur tekst á við ýmsar hliðar þessa skuldsetta skilafrests
27 Marx, Capital Volume III, kafli 25: „Credit and Fictitious Capital“; um „falskt virði“
sjá Annie McClanahan, „investing in the Future“, Journal of Cultural Economy 6.
árg., 1/2013, bls. 78–93 hér bls. 90.
28 „Spákaupmennska á fjármálamörkuðum er bersýnilegri og hraðari, en á engan
hátt eðlisólík kapítalískri framleiðslu“ skrifar Michael Heinrich í bók sinni An
Introduction to the Three Volumes of Karl Marx’s Capital, þýð. Alexander Locascio
(New york: Monthly Review Press, 2012), bls. 168.
29 Anna Kornbluh, Realizing Capital. Financial and Psychic Economies in Victorian Form
(Baltimore: Fordham University Press, 2014), bls. 7.
30 Joshua Clover, „Retcon: Value and Temporality in Poetics“, Representations 126. árg.
1/2014, bls. 9–30, hér bls. 16.
31 Martijn Konings, „State of Speculation: Contingency, Measure, and the Politics
of Plastic Value,“ South Atlantic Quarterly 114. árg., 2/2015, bls. 251–282.
FJÁRMÁLAVæðiNG OG MÓTUN TÍMANS Í KoNUM EFTiR STEiNAR BRAGA