Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 15
14
flýtur línulega með straumi tímans milli fortíðar og framtíðar heldur getur
kallað á flóknari formgerð. Það á ekki síst við um kapítalískan nútíma, þar
sem framtíðarvonir þurfa í sífellu að laga sig að hinu ófyrirsjáanlega eða því
sem þýski söguspekingurinn Reinhart Koselleck nefnir „sjóndeildarhring
væntinganna“.13 Margvíslegar venjur og stofnanir í kapítalísku samfélagi,
sér í lagi þær sem lúta að skuldsetningu og fjármálum, auka á þær kröfur
sem gerðar eru til sjálfsverunnar um að axla ábyrgð á tengslunum milli
fjárhagslegrar fortíðar og óvissrar framtíðar sem spanna alla ævina, og
má þar nefna dæmi á borð við notkun kreditkorta, námslán, húsnæðislán
og lífeyrissparnað. Gilles deleuze tekur dæmi af skuldsetningu til að lýsa
nýjum valdatengslum í kapítalískum síðnútíma sem eru „samfelld og tak-
markalaus“ þar sem „[m]aðurinn er ekki lengur innilokaður heldur skuld-
um vafinn“.14 Líkt og allmargir fræðimenn hafa bent á er að finna fjölda
samsvarana og snertiflata milli frásagnarlistar skáldsögunnar, sem lýtur
einmitt tíma-tengdum formum annars vegar, og þeirrar rökvísi tímans
sem einkennir fjármálaauðmagn og skuldsetningu hins vegar.15 Verður nú
fjallað um hvernig hin marxíska hefð hefur greint formbindingu tímans í
kapítalískum viðskiptaháttum, með sérstakri hliðsjón af fjármálaauðmagni
og hvernig það greinir sig frá öðru auðmagni.16 Að því búnu verður hugað
13 Sjá Reinhart Koselleck, Futures Past. on the Semantics of Historical Time, þýð. Keith
Tribe (New york: Columbia University Press, 2004), einkum kafla 14: „“Space of
Experience” and “Horizon of Expectation”: Two Historical Categories.“
14 Gilles deleuze, „Eftirmáli um stýringarsamfélög,“ þýð. Garðar Baldvinsson, Ritið
2. árg., 1/2002, bls.155–162, hér bls. 161.
15 Í Genres of the Credit Economy (Chicago: University of Chicago Press, 2008) rekur
Mary Poovey hvernig skáldsagan birtist, til að mynda í verkum defoes, sem eitt
tæki af mörgum við að tryggja ábyrga sjálfsstjórn einstaklingsins í markaðsvæddu
samfélagi sem einkennist ekki síst af óvissu skulda- og peningahagkerfisins. Sjá
einnig skrif Christians Thorne sem vitnað er til síðar í greininni.
16 „Auðmagn“ er hér notað sem þýðing á enska orðinu capital, sem vísar í hvað eina
sem peningar eru notaðir til að fjárfesta í með arðsemismarkmiði, þar með talin
efnisleg framleiðslutæki á borð við verksmiðjur, húsakost og tæki, en einnig hráefni
og óefnislegar eignir svo sem hugverk, kvóta og einkaleyfi. Samkvæmt kenningum
Karls Marx, sem ræddar eru í næsta hluta, felur auðmagn yfirleitt í sér framleiðslu
á nytsömum vörum líkt á og á við um iðnaðarauðmagn eða industrial capital, en það
hefur í gegnum söguna verið í fararbroddi kapítalískrar efnahagsþróunar. „Fjár-
málaauðmagn“ er hér notað sem þýðing á finance capital og vísar á hinn bóginn í
þann geira kapítalískra fjárfestinga sem felur ekki í sér beina framleiðslu nytsam-
legra vara eða þjónustu heldur takmarkar sig við peninga, svo sem bankaviðskipti,
hlutabréfakaup, gjaldeyrisviðskipti og tryggingar. Greta R. Krippner (bls. 201)
varar réttilega við þeirri einföldun að lýsa iðnaðarauðmagni og fjármálaauðmagni
sem aðskildum geirum, og bendir á að flest stærri fyrirtæki eru samsætt úr bæði
ViðaR ÞoRsteinsson