Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 85
84
við hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) hins vegar gert
nokkrar eigindlegar kannanir á tilfinningaviðbrögðum fólks við lestur,
jafnt miðaldabókmennta sem samtímabókmennta. Flestar hafa þær verið
með megindlegu ívafi og/eða með sálfræðikvörðum sem ætlað er að mæla
samlíðan (e. empathy). Senn bætast við megindlegar rannsóknir og aðrar
margþættari − með tilstyrk sálfræðinga, lækna og lífeðlisfræðings – þar
sem tengdar eru aðferðir bókmenntafræði, sálfræði og líffræði í rannsókn
á lestri bókmennta og viðbrögðum við þeim.3
Hér ætlum við að segja frá tveimur litlum könnunum – þeim fyrstu
sem við gerðum – á árinu 2012.4 Þær snerust báðar um tilfinningavið-
brögð lesenda við sagnaskáldskap, þ.e. smásögunni „Grimmd“ eftir
Halldór Stefánsson og brotum úr Fjallkirkjunni Gunnars Gunnarssonar og
Samastað í tilverunni Málfríðar Einarsdóttur. Greint er frá hvernig staðið
var að verki, hvaða vísbendingar fengust helstar um lestrarreynslu lesenda;
hvaða hnökra mátti finna á verkinu og hvaða hugmyndir komu upp um
hvernig standa mætti að frekari könnunum á efninu.
Áður en við víkjum að könnununum ætlum við þó að ræða almennt
um empírískar bókmenntarannsóknir og mismunandi hugmyndir um þær;
stikla á nýlegum tillögum bókmenntafræðingsins Uri Margolin um hvern-
ig megi betrumbæta þær,5 og drepa loks á síaukinn áhuga á þverfaglegum
son Gautaborg: Nordicom, 2010, bls. 103–112; Thorbjörn Broddason, „youth and
New Media in the New Millennium“, Nordicom Review 2/2006, bls. 105–118, sjá
einnig http://www.nordicom.gu.se/common/publ_pdf/242_broddason.pdf; sami,
„A Wasted Miracle? Literacy and the New Media“, Børn, unge og medier, ritstj.
Christa Lykke Christensen, Gautaborg: Nordicom 1999, bls. 175–191; sami,
Tele vision in Time: Research Images and Empirical Findings, Lund: Lund University
Press 1996. Hér skal einnig nefnd athugun Guðnýjar Guðbjörnsdóttur á lestri og
tómstundavenjum, sjá Guðný Guðbjörnsdóttir, „Er „menningarlæsi“ ungs fólks að
breytast?: Athugun á lestri og tómstundavenjum nemenda í 10. bekk“, Tímarit um
menntarannsóknir 2006, bls. 60–81.
3 Við vinnum nú með Huldu Þórisdóttur, sálfræðingi, og málfræðingunum Jóhann-
esi Gísla Jónssyni og Þórhalli Eyþórssyni að rannsóknum á samlíðan en höfum
líka ásamt Huldu hafið samstarf við Bryndísi Benediktsdóttur, sérfræðing í heim-
ilislækningum og svefnlækningum, og Björgu Þorleifsdóttur, lífeðlisfræðing, um
rannsóknir á líkamsmerkjum við lestur þar sem Þór Eysteinsson, lífeðlisfræðingur,
veitir ráðgjöf.
4 Í fyrstu könnunum nutum við ráðgjafar Þorbjörns Broddasonar, félagsfræðings og
þökkum honum kærlega fyrir. Sömuleiðis þökkum við Nýsköpunarsjóði RANNÍS,
Rannsóknarsjóði HÍ og Vinnumálastofnun sem styrktu kannanirnar.
5 Margolin er þekktur fyrir gagnlegar tillögur sínar í bókmenntafræði almennt. Við
hyggjumst stikla á upphafsgrein eftir hann í yfirlitsriti um stefnur í empírískum
bókmenntarannsóknum, sem gefið var út til heiðurs einum áhrifamesta fræðimann-
Bergljót Soffía • guðrún • Sigrún Margrét