Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 12
11
kreppuna og þær siðferðisspurningar sem þessir atburðir vöktu í íslensku
samfélagi, er sagan hér skoðuð sem rannsókn á fjármálavæðingu og rökvísi
hennar.6
Þegar horft er til þess hvernig Konur takast á við skuldsetningu og
fjármálastarfsemi blasir við að nefna fyrst þau nýju valdatengsl sem hafa
fylgt „fjármálavæðingu daglegs lífs“ á síðustu áratugum.7 Ekki er langsótt
að skoða Konur sem táknsögu um fjármálavæðingu, en í stuttu máli lýsir
söguþráðurinn því hvernig Eva, listakona sem er nýsnúin heim til Íslands í
örvæntingarfullri tilraun til að lappa upp á hjónaband sitt eftir hörmulegan
barnsmissi, er tekin undir fjárhagslegan verndarvæng Kaupþings í gegnum
styrki og afnot af glæsiíbúð sem síðar reynist gildra. Áður en Eva veit af
hafa Kaupþingsmenn, í samstarfi við hrottafenginn, austur-evrópskan lista-
mann að nafni Joseph Novak, snúið veru hennar í íbúðinni upp í grimm-
úðlega fangelsun sem virðist liggja einhvers staðar á mörkum „snuff“ kvik-
myndar og gjörningalistar. Fyrsti kafli Kvenna er sviðsettur í íbúðinni sem
Eva hyggst flytja inn í, lúxusíbúð í einu af háhýsunum í Skuggahverfi sem
byggð voru í tímum íslenska góðærisins. Sagan gerist að mestu í íbúðinni
sem er í eigu Emils, yfirmannsins hjá Kaupþingi sem hafði milligöngu um
styrkinn til Evu, en hann lánar Evu íbúðina henni að kostnaðarlausu, sem
eins konar vinargreiða eða bónus til viðbótar við styrkinn. Fljótlega byrja
ýmsir fyrirboðar og teikn að gefa til kynna hvers bankinn og Emil ætlast
til af Evu í skiptum fyrir veitta aðstoð, að gera hana fangna í íbúðinni. Í ii.
hluta sögunnar, sem hverfur að nokkru leyti frá raunsæislegum áherslum i.
hluta og tekur á sig hrollvekju- og fantasíukenndari mynd, er þessi fástíski
grunur staðfestur: Styrkurinn og afnotin af íbúðinni eru ekki skuldbind-
of Credit Scoring“, Representations, 126. árg., 2014, bls. 31–57. Einnig má nefna
opinskátt pólitísk skrif fræðimanna sem kallast á við Occupy hreyfinguna, svo sem
The Bonds of Debt eftir Richard dienst (London: Verso, 2011) og Creditocracy eftir
Andrew Ross (New york: OR Books, 2014) – en Bergþóra í Konum vísar í orðfæri
Occupy hreyfingarinnar þegar hún talar um „nítíu og níu prósentin“ (k 51).
6 Eiríkur Örn Norðdahl túlkar örlög Evu í Konum sem eins konar táknrænan fyr-
irboða um ógöngur íslensks samfélags í kjölfar hrunsins og nefnir hana „crisis
novel“ eða kreppusögu. Sjá ritgerð hans á ensku, „Literature in the Land of the
inherently Cute,“ The Reykjavík Grapevine, 14. apríl 2011, http://grapevine.is/mag/
articles/2011/04/15/literature-in-the-land-of-the-inherently-cute/. Sótt 21. nóv.
2015.
7 Um fjármálavæðingu daglegs lífs, sjá Paul Langley, The Everyday Life of Global
Finance. Saving and Borrowing in Anglo-America (Oxford: Oxford University Press,
2008) og Randy Martin, Financialization of Daily Life (Philadelphia: Temple Uni-
versity Press, 2002).
FJÁRMÁLAVæðiNG OG MÓTUN TÍMANS Í KoNUM EFTiR STEiNAR BRAGA