Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 175
174
finna nýjar leiðir til að halda fólki og atburðum á lífi á netinu löngu eftir
að hvort tveggja er liðið undir lok.42 Þannig getur núningur milli minnis
manneskjunnar og stafræns minnis verið flókinn og umdeildur. Hræðslan
við inngrip tækninnar í minnið hefur áhrif hér á hvað það mun gera við
hugmyndir um sjálfið og sjálfsmynd. Eins og Gregory Crane bendir á
mætti segja að umfjöllun Platons um farmakon sé „undirstöðutexti fyrir
alla upplýsingatækni, þar sem hann tekst á við vanda sem verður til þegar
manneskjan er fær um að færa tungumál í endingardrjúgt form fyrir utan
mannsheilann“.43
Miðlun, myndir og stýring minninga
Tæknin getur ekki gleymt, en umgjörð samfélagsmiðla mætti líta á sem
einhvers konar minnisstýringu, þar sem sum fyrirbæri eiga frekar að
gleymast eða liggja í þagnargildi. Þetta er augljóst þegar við hugsum um
hverju við kærum okkur um að deila með öðrum á Facebook og hverju
ekki. Þannig hvetja kröfur og hefðir samskiptamiðla til ákveðinnar teg-
undar af frásögn, ákveðins forms endurminninga, ákveðinnar leiðar til
að tjá okkar hugmynd um okkur sjálf. Sú tegund minninga sem fellur að
þessum kröfum verður því hluti af stafræna safninu, aðrar skilja ekki eftir
sig spor, nema þegar illa fer og aðrir dreifa viðkvæmum eða óþægilegum
upplýsingum um okkur. Einn áhrifavaldur þar er sú tegund af ímynd-
arsköpun sem á sér stað á netinu. Ímyndin sem við viljum tjá þar er auðvit-
að í einhverjum skilningi glansmynd sem forðast ákveðin mál, hún á ekki
endilega að gefa alla myndina, ekki nákvæma mynd og tæmandi frásögn
af lífi okkar – hér eru önnur öfl að verki. Hvernig hefur allt þetta áhrif á
eða mótar fortíð okkar á netinu og okkur sjálf og hvers konar form tekur
frásögnin á samfélagsmiðlum? Við erum hvött þar til, mjög eindregið,
að segja sögu okkar í orðum og myndum. Notendur hafa ýmiss konar
möguleika á notkun mynda, en svo dæmi sé tekið af Facebook þá eru þar
þessir þættir helstir: Forsíðumyndin (‚profile photo‘), opnumyndin (‚cover
photo‘), sjálfsmyndir (‚selfies‘), aðrar myndir sem við tökum og deilum,
hlekkir sem við setjum inn hafa langflestir myndir með og eldri myndir,
oft úr fjölskyldualbúminu.
42 Bowker, „The Past and the Internet,“ bls. 27.
43 Gregory Crane, „History, Memory, Place, and Technology: Plato’s Phaedrus on-
line,“ Structures of Participation in Digital Culture, bls. 38–47, bls. 39.
GUNNÞÓRUNN GUðMUNdSdÓTTiR