Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 164
163
legrar hugsunar og hvort líta megi á þau tengsl sem merki um inngrip
nýlegrar tækni í minnisvinnu okkar – miðlun minninganna – og ekki síst
hvernig þau breyta mynstri gleymskunnar eða trufla það. Með því tek ég
undir orð Andrews Hoskins sem segir að minni í samtímanum sé orðið
gjörsamlega samþætt undirliggjandi tækni á þann hátt að það verði til
‚sam-þróun‘ minnis og tækni. Minnið sé „mótað af okkar stafrænu venj-
um og tengingum stafrænna netkerfa“.6 Til þess að ræða hvernig okkar
stafrænu gjörðir hafa áhrif á minni og gleymsku þurfum við að huga að
tímaþáttum sem snerta þetta form sjálfstjáningar. Milliliðalaus og tafarlaus
tjáning á atburðum í núinu er einn af helstu eiginleikum samfélagsmiðla
og eitt af því sem dregur notendur að þessum miðlum. Þessi eiginleiki
gæti gefið til kynna að bilið milli upplifunar eða reynslu annars vegar og
tjáningar á þeirri reynslu hins vegar hafi verið brúað, að ‚chroniqueur ideal‘
Pauls Riceour væri fundinn,7 en það myndi ofmeta tímaþáttinn og van-
meta þau áhrif sem miðlunin sjálf hefur. ‚Samtímaleiki‘ þessara miðla er að
hluta til tálsýn þótt tæknin bjóði vissulega uppá hraðari boðskiptaleiðir en
áður hefur tíðkast. Samfélagsmiðlar komast þó ekki hjá vandanum sem öll
form sjálfstjáningar þurfa að eiga við, þ.e. „gjáin sem opnast á milli þess að
lifa atburð og minnast hans í frásögn er óhjákvæmileg,“ eins og Andreas
Huyssen lýsir í öðru samhengi.8 Þetta rof hafa sjálfsævisagnahöfundar,
ævisagnahöfundar, dagbókarritarar og fræðimenn sem fást við æviskrif
átt við á margvíslegan máta í gegnum tíðina. Með því að ‚deila‘ ímynd af
okkur sjálfum, með því að setja eitthvað á síðuna okkar, verður tilfinning
fyrir þá og nú til, því þegar við skráum niður atburð verður hann að for-
tíð, burtséð frá því hversu nálægt okkur í tíma hann er. Þar með breytum
við samtímanum í frásögn þar sem til verða rafrænar minningar eða að
6 Andrew Hoskins, „digital Network Memory,“ Mediation, Remediation, and the
Dynamics of Cultural Memory, ritstj. Astrid Erll og Ann Rigney, Berlín og New
york: Walter de Gruyter, 2007, bls. 91–107, bls. 96.
7 „This ideal Chronicler would be gifted with the faculty of being able to give an
instantaneous transcription of whatever happens, augmenting his testimony in a
purely additive and cumulative way as events are added to events. in relation to
this ideal of a complete and definitive description, the historian's task would be
merely to eliminate false sentences, to reestablish any upset in the order of true
sentences, and to add whatever is lacking in this testimony.“ Paul Ricoeur, Time and
Narrative, vol. 1, þýð. Kathleen McLaughlin og david Pellauer, Chicago, London:
University of Chicago Press, 1984, bls. 145.
8 Andreas Huyssen, Twilight Memories: Marking Time in a Culture of Amnesia, New
york og London: Routledge, 1995, bls. 3.
FRÁSÖGN ÁN GLEyMSKU OG dAUðA