Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Page 206
205
en ætla mætti. Sjálfur hef ég einnig velt því fyrir mér hvort það sé ekki
jafnan hlutskipti eða endurtekið mynstur í fari heimspekinga hér á landi
að taka við erlendum straumum og vinna úr þeim nokkuð löngu eftir að
þeir skiptu máli í alþjóðlegu samhengi. Þannig hefur Brynjólfur Sveinsson
biskup (1605–1665) hlotið þau eftirmæli í danskri heimspekisögu að vera
„den sidste ramist“11, þ.e. hinsti áhangandi and-aristótelískrar heimspeki-
stefnu frá 16. öld. Eins má velta því fyrir sér hvort boðberar kenninga sem
teljast nýjar hér á landi tolli yfirleitt almennilega í tískunni „úti í heimi“.
Það var því ánægjulegt að lesa að þetta hafi engan veginn ávallt verið örlög
íslenskra heimspekinga: Á sumum tímabilum séu t.d. ritin sem skráð eru í
klausturbókasöfnum vissulega til marks um íhaldssemi miðað við Evrópu
(19) en á öðrum tímum fylgjast menn greinilega með samtíma sínum og
þýða t.d. rit Johns Stuart Mill, Herberts Spencer eða Henri Bergson á
meðan þau eru enn nokkuð „aktúel“.
Gunnar veltir einnig fyrir sér kostum þess og göllum að nú skuli
boðið upp á framhaldsnám í heimspeki hér á landi: Annars vegar efli það
íslenskt fræðasamfélag og íslensku sem fræðamál, hins vegar – hvað sem
líður öllum hnattrænum samskiptum í samtímanum – geti því auðveld-
lega fylgt vitsmunaleg einangrun og gagnrýnisleysi þar sem erlendir sér-
fræðingar á viðkomandi sviði lesi sjaldnast íslensku. Í greinasafninu er að
finna fleiri skot á aðstæður til heimspekiiðkunar hér: Í umfjöllun sinni um
Arnór Hannibalsson bendir Henry Alexander Henrysson á hversu erf-
itt sé að henda reiður á hugsun heimspekings „who practiced his art in a
department in which open and frank discussions on one’s own particular
philosophical beliefs has never been a standard trade“ (73). Sennilega væri
til of mikils ætlast að krefjast þess af starfandi heimspekingum að þeir
verðu „þeirra eigin“ siðfræði, þekkingarfræði eða frumspeki. Í raun er
ekki sjálfgefið að þeir þurfi að verja ákveðna heimspekistefnu umfram allar
aðrar. Á hinn bóginn virðist manni – vissulega horfandi á málin úr ákveð-
11 Sten Ebbesen og Carl Henrik Koch. 2003. Dansk filosofi i renæssancen 1537–1700,
(Kaupmannahöfn: Gyldendal), 177–183. Það sem gerir þessa lýsingu enn nöturlegri
er að um upphafsmann ramismans, Pierre de la Ramée (1515–1572), segja höf-
undar: „Filosofisk var han en letvægter, men han forstod at vække opmærksomhed
omkring sin person. […] Blandt nyere logikhistorikere er dommen over Ramus som
regel hård. der er så udpreget noget dilettantisk over værket, og noget charlataneri
hvor velkendte sager præsenteres i ny sproglig dragt. Men i samtiden og de næste
tre generationer var der nogle for hvem hans dialektik var noget af en åbenbaring:
et vidunderligt simpelt redskab til at forstå argumentationsstrukturen i klassiske
tekster og til selv at kunne argumentere godt.“ (79, 81)
HVERNiG æTTi Að FJALLA UM ÍSLENSKA SAMTÍMAHEiMSPEKi?