Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2015, Blaðsíða 228
227
sviptur gildi, sem að lokum hlýtur að ofurselja persónuleika þeirra sjálfra
sömu tilfinningu fyrir gjaldfellingu.
Hugveran verður að ná tökum á þessum lífsháttum af eigin rammleik,
en á sama tíma knýr sjálfsbjargarhvötin hana til að taka afstöðu af félags-
legum toga, sem ekki er síður neikvæð. Að formi til einkennist andleg
afstaða stórborgarbúa hver í annars garð af fáskiptni. Ef bregðast þyrfti
við hverri snertingu ótal einstaklinga í ytra umhverfi með samsvarandi
innri viðbrögðum, rétt eins og í smábænum þar sem maður þekkir flesta
sem á vegi manns verða og hefur jákvæð tengsl við þá, hefði það í för með
sér innri sundrungu og óbærilegt sálarástand. Það er að hluta til þetta sál-
fræðilega ástand og að hluta til rétturinn til vantrausts á svipulli snerting-
unni við þá hluti sem þjóta framhjá í stórborgarlífinu sem knýr menn til
að draga sig í hlé, sem leiðir til þess að við þekkjum jafnvel ekki nágranna
okkar til margra ára í sjón, en í augum bæjarbúans virkar þetta kalt og
tilfinningalaust. Skjátlist mér ekki býr ekki aðeins tómlæti í þessu ytra
afskiptaleysi, heldur oftar en við gerum okkur grein fyrir þögul óbeit, inn-
byrðis framandleiki og andúð sem getur snúist upp í hatur og átök um leið
og menn komast einhverra hluta vegna í nánari snertingu hver við annan.
Öll innri gerð svo víðtækra samskipta hvílir á margbrotinni lagskiptingu
samúðar, tómlætis og óvildar til lengri eða skemmri tíma. Tómlætið vegur
þó ekki jafn þungt og virðist á yfirborðinu. Sálarlíf okkar bregst við nær
öllum áhrifum annarra með tilfinningu af einhverju tagi, en tilfinningin
er ómeðvituð, hverful og sviptingakennd og virðist því leysa sálarlífið upp
í skeytingarleysi. Í raun væri þetta skeytingarleysi okkur óeðlilegt á sama
hátt og ógreinileg, handahófskennd og gagnkvæm hughrif manna væru
okkur óbærileg. Andúðin, dulinn fjandskapur sem jafnan er fyrsta skref-
ið í átt til beinna átaka, verndar okkur fyrir þessum tveimur dæmigerðu
ógnum stórborgarinnar, hún skapar þá fjarlægð og það tómlæti sem gera
kleift að lifa á þennan hátt. Annars vegar umfang og sviptingar þessara lífs-
hátta stórborgarinnar, hrynjandi birtingar hennar og hvarfs og formin sem
hún útheimtir, og hins vegar sameiningarhvatir í þrengri skilningi orðsins
mynda órofa heild lífsmótunar í stórborginni. Það sem í fyrstu virðist vera
til marks um tengslarof er því í reynd meginþáttur í félagsmótun hennar.
Fáskiptnin, þar sem dulin óvild kraumar undir, birtist aftur á móti sem
form eða yfirbragð mun almennara andlegs ástands í stórborginni. Hún
færir einstaklingnum nefnilega vissa gerð frelsis sem er umfangsmikið og á
sér enga hliðstæðu við önnur skilyrði. Stórborgin teygir sig þannig aftur til
STÓRBORGiR OG ANdLEGT LÍF